Bifogade filer
Kurs & Likviditet
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Small Cap Iceland |
Sektor | Tjänster |
Industri | IT-konsult & onlinetjänster |
Aðalfundur Origo hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2023 kl. 14:00 í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37, Reykjavík.
Meðfylgjandi tillögur frá AU 22 ehf. til aðalfundar hafa borist félagsstjórn Origo hf. Tillögurnar verða teknar fyrir á aðalfundinum undir dagskrárlið 8 (tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá).
Fyrirkomulag aðalfundar
Líkt og getið var um í aðalfundarboði þann 28. febrúar 2023 verður aðalfundur Origo hf. haldinn í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37, Reykjavík, fimmtudaginn 21. mars 2023 kl. 14:00. Skráning hluthafa og umboðsmanna fer fram á heimasíðu félagsins á vefslóðinni https://www.origo.is/fjarfestar/hluthafafundir þar sem einnig er að finna leiðbeiningar um skráningu. Rafræn skráning lokar kl. 14:00 þann 20. mars 2023.
Atkvæðagreiðsla á aðalfundinum mun fara fram rafrænt í gegnum stafræna kosningakerfið Lumi AGM (https://www.lumiglobal.com/). Nánari upplýsingar um rafræna atkvæðagreiðslu er að finna í leiðbeiningum sem aðgengilegar eru á vefsíðu félagsins https://www.origo.is/fjarfestar/hluthafafundir.
Þeir hluthafar sem vilja leggja fram skriflegar spurningar og/eða greinargerð varðandi dagskrá og framlögð skjöl sem þeir óska svara við á fundinum er bent á að senda spurningar og/eða greinargerðir á netfangið stjorn@origo.is áður en fundur hefst. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð. Umboðseyðublað og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu félagsins https://www.origo.is/fjarfestar/hluthafafundir.
Allar nánari upplýsingar varðandi aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins https://www.origo.is/fjarfestar/hluthafafundir.