Bifogade filer
Kurs & Likviditet
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Small Cap Iceland |
Sektor | Tjänster |
Industri | IT-konsult & onlinetjänster |
Kaupréttarsamningarnir eru veittir í því skyni að samtvinna hagsmuni félagsins og lykilstarfsmanna til lengri tíma. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 6. mars 2020 og starfskjarastefnu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 3. mars 2022.
Á hluthafafundi Origo hf. þann 1. desember 2022 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins með greiðslu til hluthafa. Samþykkt var að lækka hlutafé félagsins úr kr. 435.000.000 í kr. 140.000.000.
Lækkunin nam kr. 295.000.000 að nafnverði. Samtals var kr. 24.000.000.000 greiddar til hluthafa hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok dags 8. desember 2022.
Á fundi stjórnar Origo hf. þann 26. maí 2021 var ákveðið að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 16.500.000 hlutum í félaginu, þar af 7.440.000 til framkvæmdarstjórnar.
Á fundi stjórnar Origo hf. þann 26. maí 2022 var ákveðið að veita tilteknum lykilstarfsmönnum og forstöðumönnum félagsins kauprétti að allt að 3.390.000 hlutum í félaginu.
Innlausnarverð kaupréttanna frá 2021 er kr. 51,7 á hlut og frá 2022 er kr. 63 á hlut og skal kaupverð hlutanna leiðrétt fyrir arðgreiðslum sem kunna að vera ákveðnar á ávinnslutíma kaupréttanna. Jafnfram getur kaupréttarsamningarnir tekið breytingum ef breytingar verða á nafnverði hlutafjár hjá Origo hf.
Breytingar hafa verið gerðar á kaupréttarsamningunum sem endurspegla ofangreinda lækkun á hlutafé félagsins.
Innlausnarverð kaupréttanna er nú kr. 1 á hlut annars vegar 24,3 hinsvegar.
Í kjölfar hlutafjárlækkunarinna nemur heildar fjöldi útistandandi kauprétta sem Origo hf. hefur veitt lykilstarfsmönnum sínum 5.615.680 hlutum eða um 4% hlutafjár í félaginu. Kaupréttir sem hafa verið veittir stjórnendum (framkvæmdastjórn) Origo hf. eru sem hér segir:
Nafn | Staða | Útistandandi kaupréttir | Hlutafjáreign | Hlutafjáreign fjárhagslega tengdra aðila |
Jón Björnsson | Forstjóri | 299.460 | 180.230 | 112.386- |
Gunnar Petersen | Framkvæmdast. Fjármála | 299.460 | 252.921 | - |
Dröfn Guðmundsdóttir | Framkvæmdast. Mannauðssviðs | 299.460 | 33.966 | - |
Ingimar Guðjón Bjarnason | Framkvæmdast. Viðskiptalausna | 299.460 | 96.426 | - |
Hákon Sigurhansson | Framkvæmdast. Hugbúnaðalausna | 299.460 | 90.743 | - |
Örn Þór Alfreðsson | Framkvæmdarst. Þjónustulausna | 299.460 | 45.637 | - |
Heildarkostnaður félagsins vegna breytta kaupréttarsamninga sem hér er tilkynnt er óbreyttur mv. áður tilkynnta samninga frá því í maí 2021 og maí 2022 eða 134 mkr á næstu 4 árum byggt á reiknilíkani Black-Scholes og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.