Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Sektor | Tjänster |
Industri | IT-konsult & onlinetjänster |
Í viku 6 keypti Origo hf. (ORIGO) alls 1.429.658 eigin hluti fyrir kr. 102.866.060 eins og hér segir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð | Kaupverð | Eigin hlutir eftir viðskipti |
7.2.2022 | 12:48 | 200.000 | 70,70 | 14.140.000 | 332.940 |
7.2.2022 | 12:55 | 50.000 | 70,50 | 3.525.000 | 382.940 |
7.2.2022 | 14:16 | 50.000 | 70,00 | 3.500.000 | 432.940 |
8.2.2022 | 10:10 | 200.000 | 70,50 | 14.100.000 | 632.940 |
8.2.2022 | 13:31 | 29.658 | 70,00 | 2.076.060 | 662.598 |
9.2.2022 | 09:35 | 100.000 | 71,50 | 7.150.000 | 762.598 |
9.2.2022 | 09:51 | 100.000 | 72,50 | 7.250.000 | 862.598 |
9.2.2022 | 11:23 | 100.000 | 72,50 | 7.250.000 | 962.598 |
10.2.2022 | 11:22 | 300.000 | 72,50 | 21.750.000 | 1.262.598 |
11.2.2022 | 10:56 | 300.000 | 73,75 | 22.125.000 | 1.562.598 |
Samtals | 1.429.658 | 102.866.060 |
Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Origo sem samþykkt var af stjórn þann 3. febrúar 2022, samanber tilkynningu til Kauphallar sama dag.
Origo hefur nú keypt samtals 1.429.658 hluti, sem samsvarar 32,9% af þeim eigin hlutum sem að hámarki skyldu keyptir samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 102.866.060. Eftir kaupin á Origo nú samtals 0,36% af heildarhlutafé félagsins sem er 435.000.000, en fyrir átti félagið 132.940 hluti að nafnverði í félaginu eða um 0,03%.
Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 4.350.000 hlutir að nafnverði og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en kr. 300.000.000. Endurkaupaáætlunin er í gildi til 31. júlí 2022, eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þann tíma. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.
Nánari upplýsingar
Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@origo.is.