Fredag 22 November | 13:58:04 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Tid*
2021-03-05 - X-dag ordinarie utdelning ORIGO 0.00 ISK
2021-03-04 - Årsstämma
2021-01-28 - Bokslutskommuniké 2020
2020-10-21 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-19 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-04-29 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-03-06 - X-dag ordinarie utdelning ORIGO 0.00 ISK
2020-03-05 - Årsstämma
2020-01-29 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-31 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-22 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-07 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-08 - X-dag ordinarie utdelning ORIGO 0.00 ISK
2019-03-07 - Årsstämma
2019-01-30 - Bokslutskommuniké 2018
2018-03-02 - Årsstämma
2018-01-31 - Bokslutskommuniké 2017

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorTjänster
IndustriIT-konsult & onlinetjänster
Origo är ett IT-bolag. Idag levererar bolaget digitala lösningar, vilket inkluderar applikationsutveckling, systemintegration, samt tillhörande teknisk support. Övriga tjänster inkluderar molnbaserade lönesystem samt personalhanteringssystem. Tjänsterna används huvudsakligen av medelstora- och stora företagskunder inom finans, hälsa- och sjukvård, samt industri. Bolaget innehar verksamhet på global nivå, med störst verksamhet inom den nordiska marknaden.
2023-02-02 19:41:00

Ársuppgjör Origo hf. 2022

Helstu fjárhagsupplýsingar:Helstu fréttir úr starfsemi:
Sala á vöru og þjónustu nam 5.974. m.kr. á fjórða ársfjórðungi 2022 (12,0% tekjuvöxtur frá F4 2021) og 20.119 m.kr. á árinu (10,6% tekjuvöxtur frá 12M 2021) [F4 2021: 5.335 m.kr., 12M 2021: 18.191 m.kr.]12,0% tekjuvöxtur á fjórða ársfjórðungi, 10,6% tekjuvöxtur og góð afkoma á árinu 2022.
Framlegð nam 1.581 m.kr. (26,5%) á fjórða ársfjórðungi 2022 og 5.389 m.kr. (26,8%) á árinu [F4 2021: 1.466 m.kr. (27,5%), 12M 2021: 4.819 m.kr. (26,5%)]8,2% tekjuvöxtur á fjórða ársfjórðungi, 12,7% tekjuvöxtur á árinu 2022 í sölu á notendabúnaði.
EBITDA nam 495 m.kr. (8,3%) á fjórða ársfjórðungi 2022 og 1.679 m.kr. (8,3%) á árinu [F4 2021: 503 m.kr. (9,4%), 12M 2021: 1.601 m.kr. (8,8%)]3,4% tekjusamdráttur á fjórða ársfjórðungi, 1,6% tekjuvöxtur á árinu 2022 á hugbúnaðarsviðum.
EBIT nam 244 m.kr. (4,1%) á fjórða ársfjórðungi 2022 og 671 m.kr. (3,3%) á árinu [F4 2021: 263 m.kr. (4,9%), 12M 2021: 732 m.kr. (4,0%)]38,0% tekjuvöxtur á fjórða ársfjórðungi, 17,5% tekjuvöxtur á árinu 2022 í rekstrarþjónustu og innviðum.
Áhrif vegna sölu á eignarhlut í Tempo nam 22.315 m.kr. á fjórða ársfjórðungi.Sala á Tempo staðfest í október og söluandvirði upp á um 28 milljarða króna greitt að fullu.
Áhrif hlutdeildarfélags, Tempo, voru 588 m.kr. á árinuOrigo lækkaði hlutafé úr 435 milljónum hluta í 140 milljón hluti og greiddi út um 23,5 milljarða króna til hluthafa á fjórða ársfjórðungi.
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé voru neikvæðir um 806 m.kr. á fjórða ársfjórðungi 2022 og neikvæðir um 351 m.kr. á árinu [F4 2021: -15 m.kr., 12M 2021: +70 m.kr.]Origo hlaut hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir framúrskarandi nýsköpun.
Heildarhagnaður nam 22.682 m.kr. á fjórða ársfjórðungi 2022 og 23.948 m.kr. á árinu [F4 2021: 952 m.kr., 12M 2021: 1.564 m.kr.]Sjóður á vegum Alfa Framtak tilkynnti um valfrjálst tilboð til hluthafa Origo þann 19. janúar 2023.
Eiginfjárhlutfall í árslok 2022 er 54,1%, en var 56,9% í árslok 2021Menntasjóðurinn Fremri stofnaður af Origo sem leggur 500 milljónir króna í hlutafé.
Veltufjárhlutfall í árslok 2022 er 2,20 en var 1,42 í lok árs 2021Stjórn leggur til að á árinu 2023 verði greiddur allt að tveggja milljarða arður til hluthafa.

Jón Björnsson forstjóri Origo hf:

„Að baki er ár sem markar tímamót í rekstri Origo. Fyrir tveimur árum síðan lögðum við upp í vegferð sem miðaði að því að ýta undir frekari sjálfstæði teymanna okkar, gera vöruframboð hnitmiðaðara og sterkara, auka veg nýsköpunar til muna og taka nær okkur þau samfélagsmál sem við töldum okkur geta haft áhrif á í gegnum starfsemi Origo. Við hófum strax vegferðina en 2022 er árið sem við sáum fleiri þætti komast í framkvæmd. Árangurinn af þessari vinnu skilar sér í góðum tekjuvexti upp á 10,6%, einu besta rekstrarári félagsins með mjög viðunandi EBITDA upp á 8,3%. Við erum komin með enn betri sýn á hvernig við viljum sinna nýsköpun og árangri í samfélagsmálum. Það besta er að ánægja starfsmanna með Origo sem fyrirtæki og vinnustað er sú hæsta sem við höfum séð á síðustu árum en Origo mælist nú meðal þriggja hæstu í ánægju starfsmanna meðal þeirra rúmlega 60 fyrirtækja sem við berum okkur saman við. Auðvitað stendur svo salan á hlut okkar í Tempo upp úr sem einstakur viðburður í sögu félagins.

Áfram er góð eftirspurn eftir lausnum og vörum í Notendabúnaði og tengdri þjónustu og jukust tekjur um 8,2% á fjórða ársfjórðungi. Góð tekjuaukning er heilt yfir á þessu sviði en þó er hún almennt betri á fyrirtækjamarkaði en á einstaklingsmarkaði. Góð afkoma er í þessum hluta starfssemi okkar og er EBITDA 8,7% af veltu á árinu. Félagið hefur sótt verulega fram í búnaði sem hjálpar fyrirtækjum að skapa betri starfsaðstöðu ásamt því að vera leiðandi þegar kemur að lausunum er tengjast fundaraðstöðu, fjarfundum og allri upplifun er tengist hljóði og mynd í stafrænum heimi. Origo tók fyrstu stóru skrefin í sjálfbærniferðlagi notendabúnaðar á árinu. Flutt voru út yfir 1.500 tæki til endurvinnslu og endurnýtingar og stefnir félagið á að margfalda þá tölu og spara þannig viðskiptavinum fjármuni og kolefnisspor.

Rekstrarþjónusta og Innviðir vaxa um 17,5% milli ára en fjórði ársfjórðungur er óvenju hár vegna einskiptissölu. Veltuaukning er einnig lituð af veltuaukningu Syndis sem er ekki samanburðarhæf milli ára. Þjónustulausnir Origo, sem tilheyra rekstrarþjónustu félagsins, hafa verið í mikilli umbreytingu síðastliðna 12 -18 mánuði með breytingum á vöru- og þjónustuframboði sem skilað hefur mun betri rekstri, ásamt því að búa til nokkur góð tækifæri til sóknar. Tekjaukning Þjónustulausna er 14,8% og verulegur bati er í EBITDA afkomu. Skerpt hefur verið á áherslum og sköpuð sterkari umgjörð í kringum þjónustuafhendingu, auk betri nýtingar á tækifærum sem liggja í umbreytingu hjá okkar viðskiptavinum. Verkefnastaða í grunnrekstri er góð og vel hefur gengið að einfalda vöruframboð og skala upp þar sem styrkleikar Origo liggja. Þónokkur tekjuaukning hefur verið í þjónustusamningum og útseldri vinnu sem helgast mikið til af eftirspurn eftir öruggri hýsingu ásamt reynslu og ráðgjöf sérfræðinga við úrbóta- og hagræðingarverkefni hjá viðskiptavinum. Eftirspurn og verkefnastaða er góð inn í nýtt ár.

Þrír vaxtasprotar innan Rekstrarþjónustu og innviða Origo eru nú starfræktir í sjálfstæðum félögum. Responsible Compute sem er sérhæft skýjaþjónustu fyrirtæki sem veitir reikniþjónustur til samstarfsaðila og viðskiptavina sinna um allan heim. Data lab Ísland ehf., sem Origo á 51% á móti stofnendum félagsins og Syndis ehf. sem Origo á að öllu leyti. Félagið setti á árinu um 250 milljónir í fjárfestingu í að byggja upp starfsemi þessara félaga. Responsible Compute er komið með grunn sem ætti að geta borið innri vöxt á meðan Datalab þarf að þróa frekar til að þeirra spennandi framtíðarsýn geti ræst. Áfram verður fjárfest í vexti Syndis og hefur Origo mikla trú að félagið geti haslað sér frekari völl í rekstri öryggisþjónustu og uppbyggingu enn meiri hugbúnaðargerðar samhliða þeirri frábæru ráðgjöf sem félagið veitir á sviði stafræns öryggis.

Velta Origo í hugbúnaðargerð og tengdri þjónustu heldur áfram að vaxa og skilaði 1,6% tekjuaukningu á árinu. Aðeins dregur úr tekjuaukningu á árinu vegna einskiptis sölu á leyfum árið áður. EBITDA afkoma á árinu er svipuð og síðustu ár. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá um 26% aukningu í tekjum á eigin hugbúnaði. Áfram er tekjuvöxtur innan hugbúnaðar á kjarnasviðum eins og mannauðslausnum, gæðakerfum og fjárhagskerfum. Ráðgjöf og sérþróun lausna fyrir viðskiptavini hefur einnig gengið vel, bæði hvað varðar verkefni tengd stafrænni umbreytingu sem og þróun sértækra og skalanlegra vara á sviði viðskiptagreindar. Félagið hefur nýtt sér þekkingu sína á gagnavísindum og mannauðs- og launakerfum til að skapa aukin verðmæti fyrir notendur upplýsingakerfa. Sölupípa hugbúnaðarverkefna lítur almennt ágætlega út.
Rekstur Applicon er stöðugur miðað við síðasta ár en aðeins dregur úr afkomu vegna fjárfestinga í vöruþróun. Félagið hefur á síðustu árum aukið áherslu sína á kaupleigufyrirtæki, sem og fjárstýringu hjá almennum fyrirtækjum. Applicon vinnur nú jafnframt að hugbúnaðarþróun tveggja vara sem mun hafa áhrif á tekjusamsetningu til framtíðar. Fjárfestingar í nýjum vörum er um 30 m.kr. hærri en á s.l. ári.

Innan Origo er nú unnið að hátt í 20 nýsköpunarverkefnum innan níu teyma. Fjölmörg þessara verkefna eru komin langt og hafa fjölda viðskiptavina í dag en þróun þeirra verður haldið áfram á meðan vaxtarmöguleikar eru fyrir hendi. Mörg þessara verkefna liggja innan hugbúnaðarlausna eins og hugbúnaður á sviði fjártækni, mannauðslausna og gæðalausna. Önnur verkefni liggja í sjálfstæðum einingum sem hafa sérþekkingu innan ákveðinna atvinnugreina þar sem sértæks hugbúnaðar er þörf. Við höfum aukið aga okkar og kröfur um viðskiptaleg markmið hugbúnaðar og tækniþróunar. Þó að við hrífumst af og fjárfestum í nýjum tímamótalausnum, þá viljum við sjá að slíkar lausnir nái tæknilegri getu, fótfestu og skalanleika innan ákveðins tíma. Origo hefur tekið ákvörðun um að frekari þróun á ferðaumsjónarkerfinu PaxFlow verði ekki áframhaldið innan Origo og kerfið verð selt inn í sprotafyritæki til frekari þróunnar. Origo yrði minnihluta eigandi í slíku félagi. Origo mun einbeita sér að frekari þróun og sölu innan bílaleigukerfisins Caren, hótelbókunarkerfisins Booking Factory og ferðamarkaðstorgsins Rerserva. Framgangur þessara vara hefur verið með ágætum og ánægjulegt að þarna höfum við séð um tvöföldun á veltu og við teljum að þessar vörur verði sjálfbærar á þriðja ársfjórðungi 2023.

Heldur dregur úr veltu Heilbrigðislausna eftir Covid en verkefnastaðan er þó góð og áhersla er hjá Origo að auka eigin hugbúnaðargerð fyrir heilbrigðisgeirann. Smáforritið Smásaga hefur nú verið tekið til notkunar hjá öllu starfsfólki landsins sem sinnir heimahjúkrun. Innleiðingin á Smásögu gekk vonum framar og endurgjöf frá notendum hefur verið mjög jákvæð. Starfsfólk heimahjúkrunar á landinu hefur tekið leiðandi skref í notkun á tækni í sínum störfum, bæði til að auðvelda starf sitt og auka öryggi sinna skjólstæðinga. Ráðist verður í veruleg endurskrif á sjúkraskrákerfinu Sögu til að bæta notendaupplifun samhliða annarri þróunarvinnu, en búast má við að allt að fimm nýjar vörur muni líta dagsins ljós á komandi ári. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að vinna greiningu á fjárhagslegum ávinning af stafrænum Covid lausnum Origo og samkvæmt þeim niðurstöðum vegur ávinningur af stafrænni skráningu í sýnatöku og afhendingu niðurstaðna 8,7 milljarðar. Þetta á eingöngu við um þessa afmörkuðu virkni, ekki lausnir á landamærum, bólusetningu og fleira. Það er von okkar að þetta verði stjórnmálamönnum hvatning til að beita sér fyrir því að fjárfestingar sem búið sé að fara í séu nýttar til hins ýtrasta til hagræðingar og umfram allt aukinnar þjónustu við þá sem sækja þjónustu til ríkisins. Möguleikarnir eru miklir og mikil tækifæri að byggja enn meira á núverandi fjárfestingum í stað þess að láta þær rýrna niður vegna eigandaleysis og skorts á framtíðarsýn.

Starfssemi Origo stendur nú á spennandi tímamótum. Stórt skref var tekið í október þegar Origo seldi hlut sinn í Tempo til Diversis Capital. Arðsemi Origo af þessum viðskiptum er frábær og hluthafar Origo innleystu mikil verðmæti, en segja má að fjárfestingin í Tempo hafi staðið fyrir a.m.k. 70% af markaðsverðmæti Origo á þessum tíma. Origo hefur þegar greitt hluthöfum sínum 24 milljarða vegna viðskiptanna og hyggur stjórn á að greiða allt að 2 milljarða í viðbót verði tillaga þess efnis samþykkt á aðalfundi. Salan mun einnig styrkja félagið sjálft en vegferð Tempo sýnir skýrt hvað frábært starfsfólk, íslenskt hugvit, stuðningur eigenda og stjórnvalda getur búið til mikil verðmæti í hugbúnaðargeiranum. Það varð okkur einnig enn meiri innblástur að Origo hlaut nú í október hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir framúrskapandi nýsköpun. Það er vissulega frábært að fyrirtæki sem rekur sögu sína 70 ár aftur í tímann hafi náð að endurskapa sig aftur og aftur á síðustu árum og sé í dag eitt sterkasta nýsköpunarfyrirtæki landsins á sviði hugbúnaðar.

Origo heldur áfram að þróa lausnir sem breyta leiknum líkt og Tempo hefur gert og vonum við að fleiri hugbúnaðarvörur geti átt jafn farsælan feril og Tempo. Stjórn félagsins hefur ákveðið að styrkja enn frekari hugbúnaðarþróun í félaginu og leggjast í hraðari þróun á tækniumhverfi Origo, aukna þróun á vörum fyrir heilbrigðisgeirann og hraðari þróun á nýrri vöru sem þróuð hefur verið innan Syndis og gengur út á að hjálpa fyrirtækjum að efla varnir sínar þannig að þau séu meðvitaðari og betur undirbúinn þegar kemur að stafrænu öryggi sínu. Þessi aukna fjárfesting í þróun kemur til viðbótar þeim rúmlega milljarði sem Origo fjárfestir árlega í hugbúnaðarþróun. Samhliða þessu hefur stjórn samþykkt stofnun menntasjóðs innan Origo og leggja honum til hálfan milljarð frá sölunni á Tempo. Við lítum svo á að frekari tækifæri starfsfólks Origo til menntunnar á sviði nýsköpunar og tækni sé sú fjárfesting sem muni halda áfram að gefa starfsfólki, viðskiptavinum og hluthöfum langt inn í framtíðina. Sjóðurinn, sem fengið hefur nafnið Fremri, hefur þegar hafið starfsemi sína og mun úthluta fyrstu styrkjum á vormánuðum.

Horfur í rekstri eru áfram ágætar þó ýmislegt í heimsmyndinni sé ótryggt og hlaðið óvissu. Fyrirtækið er rekstrarlega sterkt og hefur góða stjórn á þeim fjárfestingum sem félagið hefur lagt í og getur dregið úr, verði breyting á hagfelldu umhverfi upplýsingatækni. Við erum í innleiðingarfasa á þeirri stefnumótun sem við fórum í á síðasta ári og höfum úr töluverðu að vinna, sem mun styrkja fyrirtækið enn frekar til sóknar - til hagsbóta fyrir viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa. Við munum nú setja enn meiri kraft í sölumál félagsins og þann frábæra ávinning sem viðskiptavinir geta haft af lausnum okkar. Við munum setja aukna áherslu á frekari nýsköpun bæði í hugbúnaðargerð og almennri tækniþróun en að sama skapi setja skarpari línur á viðskiptalegan árangur nýsköpunnar. Síðast en ekki síst munum við setja fókus á að verða enn betri vinnustaður sem laðar að sér öflugt fólk og búa til góð teymi í því að skapa, selja og reka tæknlausnir sem bæta lífið“.