Bifogade filer
Kurs & Likviditet
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | First North Iceland |
Sektor | Sällanköp |
Industri | Gaming |
Boðað er til aðalfundur í Solid Clouds hf. Í höfuðstöðvum félagsins, Eiðistorgi 17, 170 Seltjarnarnesi, þriðjudaginn 30. apríl 2024, kl. 16:00.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram ásamt athugasemdum endurskoðenda þess til samþykktar
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á síðastliðnu rekstrarári og ákvörðun um arðgreiðslur
4. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn félagsins
5. Kjör endurskoðanda félagsins
6. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna félagsins
7. Starfskjarastefna félagsins lögð fram til samþykktar
8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin
8.1. Tillaga stjórnar um breytingu á 8. gr. samþykkta félagsins
8.2. Tillaga stjórnar um að félagið fái heimild til að kaupa eigin hluti
8.3. Kynning á framþróun nýjasta leik félagsins, Starborne Frontiers
Dagskrá fundarins og fundargögn, eru aðgengileg á vefsetri félagsins, https://www.solidclouds.com/investors/agm2024. Tillögur fyrir aðalfund eru viðhengi með fundarboði þessu.
Hluthafi og umboðsmaður hans getur skráð sig á aðalfundinn á fundarstað frá og með kl. 15:30 á fundardegi. Einnig er unnt að forskrá sig til kl. 14:00 á fundardegi með því að senda tölvupóst með nafni og kennitölu á netfangið investors@solidclouds.com. Umboðsmaður sem hyggst skrá sig með tölvupósti þarf að framvísa undirrituðu umboði og útfylla umboðseyðublað og senda á sama netfang.
Ekki verður boðið upp á rafræna þátttöku á fundinum en hluthafa gefst kostur á að láta umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd enda framvísi umboðsmaður undirrituðu umboði frá hluthafa, sbr. framangreint.
Til þess að tillaga frá hluthafa, sem leggja á fyrir fundinn, verði tekin þar til umræðu verður að skila tillögunni til stjórnar félagsins á netfangið investors@solidclouds.com í síðasta lagi fimm dögum fyrir fundinn.
Að lokinni dagskrá fundarins verður boðið upp á léttar veitingar í húsakynnum Solid Clouds hf.
Seltjarnarnes, 15. apríl 2024
F.h. stjórnar Solid Clouds hf.
Sigurlína Ingvarsdóttir
stjórnarformaður