Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | First North Iceland |
Sektor | Sällanköp |
Industri | Gaming |
Solid Clouds hefur gefið út nýja uppfærslu í Starborne Frontiers þar sem áherslan er að styrkja félagskerfi leiksins og hafa viðtökur spilara verið góðar.
- Tekjur voru 125 þúsund Bandaríkjadalir í janúar sem er 1275% hækkun frá janúar á síðasta ári.
- Fjöldi mánaðarlega spilara var 23.499 í janúar sem er 425% hækkun frá sama tíma fyrir ári.
- Arðsemi auglýsinga (ROAS) yfir 360 daga árið 2024 hækkaði úr 84% á fyrsta ársfjórðungi í 150% á fjórða ársfjórðungi.
- Félagið gerir ráð fyrir að auka auglýsingar árið 2025 úr um 425 þúsund dölum á fyrsta ársfjórðungi í 1,1 milljón dala á fjórða ársfjórðungi og á sama tíma viðhalda arðsemi auglýsinga.
- Fjöldi meðlima á Discord-spjallrás Starborne Frontiers fjölgaði í janúar um 565% frá því fyrir ári.
Sjá hlekk á kynningu frá félaginu hér fyrir neðan.
Imperium Duels uppfærslan
Starborne Frontiers er uppfærður reglulega auk þess sem sérstakir viðburðir eru haldnir innan hans til að viðhalda áhuga spilara (e. Live Service Games). Leikir sem gera þetta vel geta skapað miklar tekjur til langs tíma. Í febrúar kom út ný uppfærsla á Starborne Frontiers sem snéri einkum að því að styrkja félagskerfi leiksins. Uppfærslan mun m.a. gera það að verkum að spilarar geti sjálfir útbúið söguefni sem hægt er að deila með öðrum. Einnig verður hægt að halda rafíþróttaviðburði fyrir spilara sem hjálpar til við að halda þeim í leiknum til lengri tíma.
Markaðssetning og arðsemi auglýsinga
Markaðssetning Solid Clouds byggir á beinum auglýsingum (e. Direct ads) og arðsemi þeirra (e. Return on Ad Spend, ROAS). Arðsemi auglýsinga segir til um í hvaða mæli og hversu hratt auglýsingakostnaður skilar sér í tekjum. Stærsti kostnaðarliður Solid Clouds verða auglýsingar þegar fram í sækir.
Arðsemi auglýsinga á fyrsta ársfjórðungi 2024 var um 84% á 360 dögum og auglýsti félagið fyrir um 55 þúsund dali á umræddu tímabili. Félagið áætlar að arðsemi auglýsinga (ROAS) á fjórða ársfjórðungi 2024 verði um 150% á 360 dögum en félagið auglýsti fyrir um 400 þúsund dali á því tímabili. Félaginu tókst bæði að auka arðsemi auglýsinga frá fyrsta til fjórða ársfjórðungs 2024 og á sama tíma að auka auglýsingamagn með góðri þróun á leiknum.
Á árinu 2024 var mest áhersla lögð á að ná árangri í auglýsingum á enskumælandi mörkuðum í gegnum Google en ljóst að fjölmörg tækifæri fylgja auglýsingum á öðrum tungumálum.
Vöxtur á árinu 2025
Solid Clouds vinnur nú að því að víkka markaðspípurnar (e. Marketing channels) fyrir Starborne Frontiers. Sú vinna snýst um að geta auglýst mun meira og á sama tíma viðhaldið ásættanlegri arðsemi auglýsinga. Það verður gert í fyrsta lagi með því að fara inn á ný markaðstorg eins og t.d. Applovin, Mintegral og Ironsource, ásamt því að fá fleiri áhrifavalda til liðs við félagið. Í öðru lagi með því að þýða leikinn á fleiri tungumál og verður því lokið seinni hluta mars. Í þriðja lagi með því að þróa leikinn áfram og framleiða meira af lengri hágæða auglýsingamyndböndum.
Solid Clouds reiknar með að þetta leiði til þess að félagið geti aukið auglýsingar úr 425 þúsund dala á fyrsta ársfjórðungi 2025 í um 1,1 milljón dala á fjórða ársfjórðungi 2025.
Tekjur og fjöldi spilara
Tekjur í janúar 2025 voru 125 þúsund dalir sem er hækkun um 1275% frá janúar 2024. Um 60% af tekjum síðasta mánaðar komu gegnum Google Playstore (Android), um 23% gegnum App Store Apple (IOs) og um 17% í gegnum Steam efnisveituna/PC.
Fjöldi daglegra spilara (e. Daily Active Users, DAU) í janúar 2025 var að meðaltali 2.791 sem er 493% hækkun frá sama mánuði 2024. Fjöldi mánaðarlegra spilarara (e. Monthly Active Users, MAU) í janúar 2025 fór upp í 23.499 sem er 425% hækkun frá því fyrir ári.
Samfélag spilara Starborne Frontiers heldur til á samskiptaforritinu Discord og hefur fjöldi meðlima á Discord-rás leiksins vaxið í 5.649 í janúar sem er 565% aukning frá janúar í fyrra. Spilarar Starborne Frontiers senda núna þúsundir skilaboða á dag sín á milli.
Samstarf við Apple og Google
Apple og Google eru að vekja sérstaka athygli á Starborne Frontiers í sínum búðum (e. Featuring). Það þýðir innstreymi af nýjum notendum sem ekki þarf að greiða fyrir með auglýsingum en innan við 2% allra leikja fá slíka upplyftingu frá Apple og Google. Sérstök athygli frá þessum fyrirtækjum skilaði um 12.000 nýjum notendum inn í Starborne Frontiers á síðasta ári.
Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins
Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Newzoo er áætlað að fjöldi tölvuleikjaspilara í heiminum sé 3,4 milljarðar og að þeim fjölgi í 3,8 milljarða árið 2027. Heildartekjur tölvuleikjaiðnaðarins eru áætlaðar 188 milljarðar dala árið 2024 en þar af um 93 milljarðar gegnum snjalltæki. Newzoo áætlar að velta iðnaðarins verði kominn upp í 213 milljarða dala árið 2027.
Hlutverkaleikir líkt og Starborne Frontiers sem snúast um að spilari safni hetjum og uppfæri þær (e. Hero Collector Progression Games - Gacha RPGs) til að leysa sífellt erfiðari þrautir, einn eða í samvinnu við aðra, hafa gengið einna best á undanförnum árum. Slíkir leikir hafa margir náð miklum árangri eins t.d. Summoners War (yfir 3 milljarðar dala í lítímatekjur) og Raid: Shadow Legends (yfir 2 milljarðar dala í líftímatekjur).