Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | First North Iceland |
Sektor | Sällanköp |
Industri | Gaming |
Á hluthafafundi Solid Clouds hf. sem lauk nú um kl. 17:00 hinn 10. janúar 2025, var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um útgáfu skuldabréfa að höfuðstólsfjárhæð allt að 175 milljónir króna, með rétti til að breyta kröfum samkvæmt þeim í hluti í félaginu.
Öllum hluthöfum félagsins verður boðið að skrá sig fyrir kaupum á skuldabréfum með breytirétti. Samkvæmt tillögu stjórnar fyrir hluthafafund munu bréfin hafa breytirétt í hluti í félaginu miðað við gengið 1 kr. fyrir hvern hlut nafnverðs. Þá er lagt til að stjórn fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 200 milljónir hluta vegna útgáfu hluta í tengslum við nýtingu breytiréttar. Skuldabréfin eru á gjalddaga 15. september 2025 og bera 15% fasta vexti.
Þá voru tillögur stjórnar um að stjórn fái heimild hluthafa til að hækka hlutafé félagsins um allt að 300 milljónir hluta vegna framhaldsviðræðna við hæfa fjárfesta og að stjórn fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir hluta, til að bjóða hluthöfum að skrá sig fyrir nýjum hlutum í félaginu, báðar samþykktar.