Fredag 24 Januari | 09:29:42 Europe / Stockholm

Prenumeration

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorSällanköp
IndustriGaming
Solid Clouds är en spelutvecklare inriktade mot MMO-genren. Idag utvecklar, äger och publicerar bolaget ett utbud av spel anpassade för diverse konsolsystem, datorer samt smarttelefoner. Verksamheten bedrivs genom med störst närvaro inom Norden och Island. Exempel på lanserade och egenutvecklade spel inkluderar exempelvis Starborne.
2024-12-23 13:46:00

Nú liggur fyrir að viðræðum við hæfa fjárfesta um fjármögnun á félaginu, sem hófust í nóvember sl., verður ekki lokið fyrir árslok.

Stjórn Solid Clouds hf. hefur því ákveðið að framlengja viðræðum við hæfa fjárfesta og er stefnt að því að ljúka fjármögnun á félaginu á fyrsta ársfjórðungi 2025. Þá hefur félagið tryggt sér skammtímafjármögnun a.m.k. út janúar 2025.

Stjórn hyggst einnig boða til hluthafafundar sem haldinn verður fyrri hluta janúar 2025. Á fundinum verður óskað eftir samþykki hluthafa til útgáfu skuldabréfa að höfuðstólsfjárhæð allt að 175 milljónir króna, með rétti til að breyta kröfum samkvæmt þeim í hluti í félaginu. Öllum hluthöfum félagsins verður boðið að skrá sig fyrir kaupum á skuldabréfum með breytirétti. Samkvæmt tillögu stjórnar fyrir hluthafafund munu bréfin hafa breytirétt í hluti í félaginu miðað við gengið 1 kr. fyrir hvern hlut nafnverðs. Þá er lagt til að stjórn fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 200 milljónir hluta vegna útgáfu hluta í tengslum við nýtingu breytiréttar. Fjármögnun á grundvelli skuldabréfa með breytirétti verður nýtt til að gera upp skammtímafjármögnun félagsins, sbr. framangreint, og fjármagna rekstur félagsins að öðru leyti fram í mars 2025.

Loks hyggst stjórn leggja til á hluthafafundinum að stjórn fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 300 milljónir hluta vegna framhaldsviðræðna við hæfa fjárfesta.  Þá verður jafnframt lagt til við hluthafafund að stjórn fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir hluta og verður hluthöfum boðið að skrá sig fyrir nýjum hlutum í félaginu. 

Nýjar fréttir um framgang Starborne: Frontiers
Eins og greint var frá 9.12.2024 höfðu fjárhagslegir lykilmælikvarðar í nóvember fyrir Starborne: Frontiers, þar á meðal meðaltekjur á hvern daglegan virkan notanda (e. Average Revenue Per Daily Active User (ARPDAU), arðsemi auglýsingaútgjalda (e. Return on Ad Spend (ROAS)) og þátttaka leikmanna (e. Player engagemet), allar sýnt stöðugan vöxt frá því að Solid Clouds gaf út Imperium stækkun fyrir Starborne Frontiers. Framangreindir lykilmælikvarðar (e. Key Performance Metrics), hafa haldið áfram að styrkjast það sem af er liðið desember