Tisdag 5 November | 22:37:51 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Prenumeration

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorSällanköp
IndustriGaming
Solid Clouds är en spelutvecklare inriktade mot MMO-genren. Idag utvecklar, äger och publicerar bolaget ett utbud av spel anpassade för diverse konsolsystem, datorer samt smarttelefoner. Verksamheten bedrivs genom med störst närvaro inom Norden och Island. Exempel på lanserade och egenutvecklade spel inkluderar exempelvis Starborne.
2022-11-25 10:25:00

REYKJAVÍK, Ísland – Solid Clouds býður hluthafa sína velkomna á fjárfestadag fimmtudaginn 1. desember kl. 17.00 í höfuðstöðvum félagsins. Þeir munu fá kynningu á nýjasta leik félagsins, Starborne Frontiers, og næstu skref varðandi útgáfu leiksins á fyrra hluta næsta árs.

DAGSKRÁ
17:00 Gestir mæta
17:20 Móttökuávarp - stjórnarformaður
17:30 Leikurinn sýndur - tæknistjóri
17:40 Næstu skref - forstjóri
17:50 Léttar veitingar
19:00 Viðburðarlok

Skrifstofa Solid Cloud er staðsett á Eiðistorgi 17, annarri hæð, 170 Seltjarnarnesi

Takmarkað pláss er svo vinsamlegast smelltu hér til að skrá þig. 

„Það hefur verið virkilega gaman að sjá nýjasta leikinn okkar, Starborne Frontiers, taka á sig mynd síðustu mánuði. Teymið hefur lagt sig fram við að framleiða hágæða tölvuleik sem mun án vafa vekja athygli. Næsti áfangi í þróun leiksins er að taka á móti fleiri spilurum og fá viðbrögð þeirra til að gera leikinn vinsælan“, Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds.

Um Starborne Frontiers
Nýjasti leikur Solid Clouds, Starborne Frontiers, er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann á borðtölvu (e. PC). Um er að ræða hlutverkaleik þar sem spilarinn setur sig í hlutverk flotaforingja sem safnar og uppfærir flota til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn sem er fullur af spennu og bardögum. 

Fylgjast má með fréttum um leikinn á Starborne vefsetrinu, en þegar hafa verið birtar nokkrar fréttir um söguheiminn.

Hér má sjá myndskeið um leikinn: https://youtu.be/QU-gOAzA29kthe

Um Solid Clouds
Solid Clouds var stofnað í Reykjavík árið 2013 af Stefáni Gunnarssyni, Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni og er það fyrsta tölvuleikjafyrirtæki Íslands sem skráð er á markað. Það eru 24 sem vinna að gerð leiksins hjá Solid Clouds og er þróunarteymið leitt af reynsluboltum úr leikjaiðnaði eins og Ágústi Kristinssyni listrænum stjórnanda, Agli Sigurjónssyni framleiðanda, Þorgeiri Auðunn Karlssyni tæknistjóra og Stefáni Friðrikssyni aðalhönnuði. 

Frekari upplýsingar um Solid Clouds, má nálgast á vefslóðinni https://www.solidclouds.com eða með skráningu á póstlista félagsins.