Fredag 24 Januari | 09:46:51 Europe / Stockholm

Prenumeration

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorSällanköp
IndustriGaming
Solid Clouds är en spelutvecklare inriktade mot MMO-genren. Idag utvecklar, äger och publicerar bolaget ett utbud av spel anpassade för diverse konsolsystem, datorer samt smarttelefoner. Verksamheten bedrivs genom med störst närvaro inom Norden och Island. Exempel på lanserade och egenutvecklade spel inkluderar exempelvis Starborne.
2024-04-29 11:10:00

Tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds hefur gefið út PC útgáfu af Starborne Frontiers en félagið gaf nýlega leikinn út á snjalltæki (e. Mobile device). PC útgáfa leiksins mun auka sýnileika og markaðshæfi Starborne Frontiers þar sem Solid Clouds mun nú geta markaðssett leikinn bæði fyrir PC og snjalltæki.

PC útgáfa af leiknum mun gera Solid Clouds kleift að setja leikinn á Steam, langstærstu leikjaefnisveitu heims. Hundruðir milljóna tölvuleikjaspilara nota veituna til að ná sér í leiki. PC útgáfan af leiknum mun einnig styðja við vöxt samfélags spilara Starborne Frontiers sem heldur til á Discord spjallforritinu. Félagsleg virkni spilara Starborne Frontiers á Discord-rás leiksins stuðlar til dæmis að því að spilarar loða betur við leikinn. 

Í kjölfar útgáfu Starborne Frontiers fyrir snjalltæki um síðustu mánaðamót hóf Solid Clouds að auglýsa leikinn í meira mæli á búðum Apple (App store) og Android (Google Playstore). Sú markaðssetning hefur gengið vel en nýir notendur í snjalltækjaleikjum koma að langmestu leyti í gegnum beinar auglýsingar. Vel hefur gengið að fá nýja spilara til að kaupa hluti í leiknum.

Sá mælikvarði sem Solid Clouds horfir mest á varðandi velgengni Starborne Frontiers er í hversu miklum mæli og hversu hratt auglýsingakostnaður skilar sér í tekjum (e. Return On Ad Spend, ROAS). Félagið hefur náð einu meginmarkmiði sínu sem er að fá 30% af auglýsingakostnaði til baka í formi tekna á einni viku.

“Teymið er stolt að hafa náð þessu markmiði en mikil vinna var lögð í að ná athygli spilara í byrjun leiksins. Við sjáum til dæmis að helmingur þeirra sem kaupir hluti í leiknum gerir það á fyrstu 20 mínútunum. Við gerum ráð fyrir að miðað við núverandi þróunarstöðu leiksins muni auglýsingakostnaður skila sér til baka í tekjum á innan við ári. Teymið vinnur nú áfram að því að besta leik- og tekjukerfi leiksins svo að markmið okkar um að auglýsingakostnaður skili sér um tvöfalt til baka í tekjum á einu ári náist”, segir Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds.  

Áhugasamir spilarar geta sótt um aðgang að PC útgáfunni á Discord rás Solid Clouds.