Fredag 24 Januari | 09:26:50 Europe / Stockholm

Prenumeration

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorSällanköp
IndustriGaming
Solid Clouds är en spelutvecklare inriktade mot MMO-genren. Idag utvecklar, äger och publicerar bolaget ett utbud av spel anpassade för diverse konsolsystem, datorer samt smarttelefoner. Verksamheten bedrivs genom med störst närvaro inom Norden och Island. Exempel på lanserade och egenutvecklade spel inkluderar exempelvis Starborne.
2023-09-08 15:33:00

Nýjasti leikur Solid Clouds, Starborne Frontiers, fór í útgáfuferli (e. Soft launch) í febrúar á þessu ári.

Útgáfuferlið þjónar þeim tilgangi að stilla af leikinn, bæta við nýju efni og greina kauphegðun spilara með það að markmiði að vera tilbúin fyrir markaðssetningu leiksins sem áformuð er á næsta ári. Leikurinn hefur fengið góð viðbrögð og dóma hjá notendum bæði hjá Google og Apple app-búðunum. Eru þetta góð fyrirheit um að leikurinn muni ná árangri. Til þess að sækja fjármagn til útgáfu og markaðssetningar samdi félagið við Arion Banka um að vera umsjónaraðili að hlutafjáraukningu. Fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja er um þessar mundir ekki hagfellt. Stjórn Solid Clouds hefur því ákveðið að fresta áformum sínum um hlutafjáraukningu, sbr. tilkynning dags. 31. ágúst 2023, en áskriftir í útboðinu voru undir væntingum stjórnar. Mun stjórn því leggja til við hluthafafund félagsins kl. 16:00 í dag að afturkalla tillögu þar um. Félagið vinnur núna að nýrri fjármögnunaráætlun.