Torsdag 26 December | 12:27:13 Europe / Stockholm

Prenumeration

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorSällanköp
IndustriGaming
Solid Clouds är en spelutvecklare inriktade mot MMO-genren. Idag utvecklar, äger och publicerar bolaget ett utbud av spel anpassade för diverse konsolsystem, datorer samt smarttelefoner. Verksamheten bedrivs genom med störst närvaro inom Norden och Island. Exempel på lanserade och egenutvecklade spel inkluderar exempelvis Starborne.
2024-02-20 20:00:00

Þann 6. febrúar 2024 tilkynnti Solid Clouds hf. („Solid Clouds“ eða „félagið“) að félagið hafi safnað bindandi áskriftarloforðum að nýjum hlutum að andvirði kr. 220.000.000 á áskriftargenginu kr. 2 á hvern hlut frá stjórn, stofnendum, stærstu hluthöfum og nýjum fjárfestum. Til að gæta jafnræðis meðal hluthafa var öllum hluthöfum boðið að skrá sig fyrir nýjum hlutum í félaginu á sömu kjörum.

Þann 20. febrúar kl. 16:00 lauk forgangsréttar- og almennu hlutafjárútboði á alls 90.000.000 nýjum hlutum Solid Clouds en hlutirnir voru boðnir til áskriftar á genginu kr. 2 á hvern hlut. Sem fyrr segir var markmið útboðsins að tryggja jafnræði hluthafa við fyrirhugaða hækkun hlutafjár.

Í útboðinu bárust áskriftir fjárfesta fyrir alls kr. 75.201.890 eða 37.600.945 nýjum hlutum. Samkvæmt því mun úthlutun í útboðinu vera að öllu leyti í samræmi við áskriftir fjárfesta. Í heildina hefur félagið safnað 295 milljónum króna í þessari fjármögnunarlotu.

Gert er ráð fyrir að fjárfestar geti nálgast upplýsingar um sína úthlutun eigi síðar en fyrir lok dags 22. febrúar með því að skrá sig inn á vef Arctica Finance: https://www.arctica.is/solidclouds-utbod/  með sömu auðkennum og notuð voru til áskriftarinnar. Gjalddagi áskriftarloforða fjárfesta er 26. febrúar næstkomandi og fer afhending hinna nýju hluta fram eins fljótt og verða má eftir greiðslu en endanlegur tími afhendingar ræðst af afgreiðslufresti Fyrirtækjaskrár og Nasdaq CSD á Íslandi.

Arctica Finance hf. hefur veitt félaginu ráðgjöf í tengslum við söfnun áskriftarloforða og hefur umsjón með útboðinu, útgáfu og töku hinna nýju hlutabréfa til viðskipta ásamt því að annast innheimtu og uppgjör viðskiptanna í tengslum við útboðið.

“Þessi fjármögnun gerir félaginu kleift að gefa út Starborne Frontiers í byrjun apríl og hefja markaðssetningu leiksins. Starborne Frontiers hefur verið að fá góðar viðtökur og við erum mjög bjartsýn fyrir framhaldið”, segir Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds.