Lördag 1 November | 17:42:45 Europe / Stockholm
2025-04-29 21:00:00

Viðræður Verðbréfamiðlunar Íslandsbanka við hæfa fjárfesta vegna fjármögnunar Solid Clouds hf. eru á lokametrunum.

Líkt og áður var upplýst hyggst félagið sækja að lágmarki 225 milljónir króna frá hæfum fjárfestum, með möguleika á að hækka fjárhæðina í allt að 350 milljónir króna. Sú breyting hefur verið samþykkt að hlutabréfin verða nú boðin á genginu 1,5 króna á hlut, í stað 2,25 krónur á hlut.

Markmið fjármögnunar er að styrkja fjárhagsstöðu félagsins og styðja við áframhaldandi vöxt og þróun á leiknum Starborne Frontiers. Verðbréfamiðlun Íslandsbanka mun sjá um innheimtu áskriftarloforða.