Stefán hefur gegnt lykilhlutverki hjá Solid Clouds hf frá upphafi og sinnt starfi fjármálastjóra félagsins á undanförnum árum. Hann hefur ákveðið að láta af störfum í lok mánaðar en verður framkvæmdastjóra innan handar næstu vikur.
„Það hefur verið afar ánægjulegt að taka þátt í uppbyggingu Solid Clouds hf og fylgja félaginu í gegnum umbreytingaskeið. Ég er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð og af öflugu teymi sem heldur áfram að byggja upp íslenskan leikjaiðnað á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Stefán Björnsson, fráfarandi fjármálastjóri Solid Clouds hf.
„Stefán hefur stýrt fjármálum félagsins af festu og fagmennsku á tímum mikilla breytinga. Hann hefur lagt mikið af mörkum til að efla félagið og styðja við framtíðarsýn þess,“ segir Egill Örn Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Solid Clouds hf. „Við þökkum Stefáni fyrir gott samstarf og óskum honum velfarnaðar í næsta verkefni.“