Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | First North Iceland |
Sektor | Sällanköp |
Industri | Gaming |
Hluthafar Solid Clouds hf. (einnig „félagið“) hafa skráð sig fyrir kaupum á allri útgáfu skuldabréfa félagsins, að höfuðstólsfjárhæð 175 milljónir króna, með rétti til að breyta kröfum samkvæmt þeim í hluti í félaginu. Öllum hluthöfum félagsins var boðið að skrá sig með tilkynningu og frétt á Nasdaq First North 10. janúar sl.
Frestur hluthafa til að skrá sig fyrir kaupum á skuldabréfi með breytirétti rennur út í lok morgundagsins, 24. janúar 2025.
Útgáfan var samþykkt á hluthafafundi félagsins 10. janúar sl. Skuldabréfin eru á gjalddaga 15. september 2025 og bera 15% fasta vexti og hafa breytirétt í hluti í félaginu miðað við gengið 1 kr. fyrir hvern hlut nafnverðs. Þá mæla bréfin fyrir um breytiskyldu skuldabréfaeigenda að nánari skilyrðum uppfylltum.
Þá liggur fyrir að viðræður við hæfa fjárfesta um frekari fjármögnun á félaginu er hófust í nóvember sl. halda áfram næstu vikur í kjölfar þessa áfanga í fjármögnun félagsins. Samhliða fyrirhugaðri fjármögnun hæfra fjárfesta verður hluthöfum boðið að skrá sig fyrir nýju hlutafé í félaginu að nafnverði allt að 100 m.kr. í samræmi við samþykkt hluthafafundar 10. janúar sl.
Líkt og áður var upplýst standa væntingar stjórnar og framkvæmdastjórnar félagsins til þess að í kjölfar fyrrnefndrar fyrirhugaðrar fjármögnunar verði fjármögnun félagsins tryggð út árið 2025. Þá gera stjórn og stjórnendur sér vonir um að félagið verði farið að skila jákvæðu sjóðstreymi á seinni hluta ársins 2026.