06:30:41 Europe / Stockholm

Prenumeration

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorSällanköp
IndustriGaming
Solid Clouds är en spelutvecklare inriktade mot MMO-genren. Idag utvecklar, äger och publicerar bolaget ett utbud av spel anpassade för diverse konsolsystem, datorer samt smarttelefoner. Verksamheten bedrivs genom med störst närvaro inom Norden och Island. Exempel på lanserade och egenutvecklade spel inkluderar exempelvis Starborne.
2021-07-06 16:20:00

Hlutafjárútboð Solid Clouds hf. fór fram í síðustu viku, og var eftirspurnin mun meiri en búist var við. Stjórn félagsins þurfti því að hafna hundruðum áskrifta, og skerða þurfti öll boð. Við ákvörðun stjórnar var fyrst og fremst horft til tímasetningar á skráningu áskrifta, en reynt var að gæta jafnræðis í öllum ákvörðunum.

Eftirfarandi er yfirlýsing stjórnar Solid Clouds:

Vegna margfaldrar umframeftirspurnar í útboðinu varð ekki hjá því komist að hafna áskriftum mörg hundruð þátttakenda í útboðinu og skerða úthlutun verulega hjá öðrum. Þeir mælikvarðar sem stjórn Solid Clouds hf. beitti við skerðinguna byggja á hlutlægum grunni og útgangspunkturinn var sá að tryggja hagsmuni félagsins og sömu meðferð áskrifenda í sömu stöðu. Meðal þeirra þátta sem stjórn félagsins horfði til við úthlutun var tímasetning skráningar í útboðinu. Þeir sem óskað höfðu eftir áskrift áður en félagið birti tilkynningu um að áskrift hafi borist fyrir öllum hlutum útboðsins fengu þannig allir úthlutun, þó þeir hafi þurft að sætta sig við umtalsverða skerðingu áskriftar. Þá var jafnframt horft til þess að skattafsláttur vegna fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum miðast við 300.000 kr. og áskriftir einstaklinga sem höfðu skráð sig fyrir framangreint tímamark (fyrir fjárhæð umfram 300.000 kr.) voru því skertar niður í lágmark skattafsláttarins.