Söndag 22 December | 18:52:26 Europe / Stockholm

Prenumeration

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorSällanköp
IndustriGaming
Solid Clouds är en spelutvecklare inriktade mot MMO-genren. Idag utvecklar, äger och publicerar bolaget ett utbud av spel anpassade för diverse konsolsystem, datorer samt smarttelefoner. Verksamheten bedrivs genom med störst närvaro inom Norden och Island. Exempel på lanserade och egenutvecklade spel inkluderar exempelvis Starborne.
2023-06-13 09:00:00

Útgáfuferill Starborne Frontiers hófst í febrúar þegar leikurinn var gerður aðgengilegur fyrir snjalltæki í app-búðum Apple og Google.

Frá því að Starborne Frontiers fór í loftið hafa yfir 35.000 spilarar prófað leikinn. Solid Clouds hefur stillt af auglýsingaherferðir sínar til þess að ná í um 350 nýja spilara á dag. Það er nægjanlegt magn spilara á þessu stigi til að fá þau gögn sem þarf til að geta stillt leikinn og tekjumódel hans af. Hlutfall þeirra spilara sem hafa keypt í leiknum (e. conversion) hefur verið hátt og gefur það góð fyrirheit um framhaldið. Framundan er áframhaldandi bestun á tekju-og leikkerfum Starborne Frontiers auk þess sem meira af efni (e. content) verður sett inn í leikinn en stór uppfærsla á honum verður gerð á næstu vikum.

“Framleiðslan á Starborne Frontier hefur gengið vel og er Solid teymið mjög stolt af leiknum. Hugmyndafræðin er að þróa hágæðatölvuleik og það er að takast með sífelldum ítrunum. Áframhaldandi þróun á leiknum gerir okkur síðan kleift að taka markaðsstarfið upp á næsta stig síðar á árinu”, segir Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds.