Kurs & Likviditet
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | First North Iceland |
Sektor | Sällanköp |
Industri | Gaming |
Útgáfuferill Starborne Frontiers hófst í febrúar þegar leikurinn var gerður aðgengilegur fyrir snjalltæki í app-búðum Apple og Google.
Frá því að Starborne Frontiers fór í loftið hafa yfir 35.000 spilarar prófað leikinn. Solid Clouds hefur stillt af auglýsingaherferðir sínar til þess að ná í um 350 nýja spilara á dag. Það er nægjanlegt magn spilara á þessu stigi til að fá þau gögn sem þarf til að geta stillt leikinn og tekjumódel hans af. Hlutfall þeirra spilara sem hafa keypt í leiknum (e. conversion) hefur verið hátt og gefur það góð fyrirheit um framhaldið. Framundan er áframhaldandi bestun á tekju-og leikkerfum Starborne Frontiers auk þess sem meira af efni (e. content) verður sett inn í leikinn en stór uppfærsla á honum verður gerð á næstu vikum.
“Framleiðslan á Starborne Frontier hefur gengið vel og er Solid teymið mjög stolt af leiknum. Hugmyndafræðin er að þróa hágæðatölvuleik og það er að takast með sífelldum ítrunum. Áframhaldandi þróun á leiknum gerir okkur síðan kleift að taka markaðsstarfið upp á næsta stig síðar á árinu”, segir Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds.