Söndag 22 December | 02:31:51 Europe / Stockholm

Kalender

Tid*
2024-11-13 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-08-16 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-05-17 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2023-11-14 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-17 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-06-06 - Årsstämma
2023-05-19 - Kvartalsrapport 2023-Q1

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorHälsovård
IndustriMedicinteknik
Alvotech är ett bioteknikbolag som fokuserar på utveckling och tillverkning av biosimilära läkemedel. Bolagets pipeline består av biosimilar-kandidater som syftar till att behandla autoimmuna sjukdomar, ögonsjukdomar, osteoporos och cancer. Bolaget erbjuder sina produkter till patienter över hela världen. Alvotech grundades år 2013 och har sitt huvudkontor i Luxemburg.
2024-07-11 10:45:00

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að endurfjármögnun skulda félagsins væri nú lokið. Með því hefur félagið lækkað fjármagnskostnað og lengt lánstíma útistandandi skulda.

Að endurfjármögnuninni lokinni, er heildarhöfuðstóll skulda Alvotech 1.035 milljónir Bandaríkjadala. Félagið á nú 185 milljónir dala í handbæru fé, að meðtöldum 25 milljónum dala í bundnu fé og 142 milljónum dala af hreinu andvirði sem endurfjármögnunin skilaði. Lausafjárstaðan verður nýtt til áframhaldandi lyfjaþróunar og til að mæta veltufjárþörf, þegar fjöldi nýrra líftæknilyfjahliðstæða verður markaðsettur á komandi misserum.

Heildarfjárhæð lánafyrirgreiðslunnar er 965 milljónir Bandaríkjadala með lokagjalddaga í júní 2029. Fyrri hluti, að fjárhæð 900 milljónir dala ber árlega vexti með 6,5% álag á SOFR (millibankavexti í dollurum), en annar hluti að fjárhæð 65 milljónir dala ber árlega vexti með 10,5% álag á SOFR.

„Við fögnum því að hafa lokið endurfjármögnuninni, sem veitir okkur aukinn sveigjanleika til að útfæra áætlanir félagsins um vöxt á næstu árum,“ sagði Joel Morales, fjármálastjóri Alvotech. „Það var einnig ánægjulegt hversu margir fjárfestar nýttu sér nýlega réttinn til að skipta breytanlegum skuldabréfum félagsins yfir í hlutabréf. Það lýsir trausti á félaginu, enda horfur okkar afar góðar til lengri eða skemmri tíma, sem leiðandi aðili á sviði þróunar og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða.“

Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), Dr. Reddy‘s (EES, Bretland og Bandaríkin), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Dr. Reddy’s (Bandaríkin, EES, Bretaland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
alvotech.ir@alvotech.com