Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Hälsovård |
Industri | Medicinteknik |
Alvotech (NASDAQ: ALVO, „félagið“) tilkynnti í dag um breytingar í framkvæmdastjórn félagsins. Faysal Kalmoua hefur verið skipaður framkvæmdastjóri rekstrar og Hafrún Friðriksdóttir lætur af störfum. Breytingar fylgja í kjölfar þess að félagið hefur lagt inn endurnýjaða umsókn um markaðsleyfi í Bankaríkjunum fyrir AVT02, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við Humira (adalimumab) í háum styrk.
Faysal hefur verið framkvæmdastjóri verkefnaþróunar Alvotech frá því snemma á þessu ári. Hann hefur jafnframt átt sæti í stjórn Alvotech síðan 2020. Áður gegndi hann ýmsum framkvæmdastjórnarstöðum hjá Alvogen og Synthon. Hann er með meistaragráðu í efnafræði frá Radboud Nijmegen háskólanum og MBA frá Insead.
„Það er mér sönn ánægja að bjóða Faysal velkominn í stöðu framkvæmdastóra rekstrar. Hann þekkir starfsemi félagsins auðvitað ákaflega vel,“ sagði Robert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Við vorum afar þakklát Hafrúnu þegar hún féllst á að koma til starfa hjá Alvotech á síðast ári og ljá félaginu víðtæka þekkingu og reynslu úr lyfjaiðnaðinum. Brennandi áhugi hennar á framleiðslu- og gæðamálum mun halda áfram að veita okkur innblástur.“
„Það er mikill fengur að fá að taka þátt í einstakri vegferð Alvotech,“ sagði Faysal Kalmoua. „Ég hlakka til að halda áfram að vinna með því hæfileikaríka og samhenta teymi sem Alvotech hefur á að skipa og leggja mitt af mörkum til að gera félagið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða.“
Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum. Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).
Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson
alvotech.ir[at]alvotech.com