02:41:56 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2024-06-14 Årsstämma 2024
2023-06-15 Årsstämma 2023
2022-06-16 Årsstämma 2022
2021-11-24 Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-08-27 Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-06-09 Årsstämma 2021
2021-05-27 Kvartalsrapport 2021-Q1
2020-03-31 Bokslutskommuniké 2019

Beskrivning

LandKanada
ListaMid Cap Iceland
SektorRåvaror
IndustriGruvdrift & metaller
Amaroq Minerals är ett kanadensiskt gruvföretag som engagerar sig i förvärv, produktion, utforskning och utveckling av mineraltillgångar. Företagets fokus ligger på fyndigheter av guld, silver och koppar i Nordamerika, Mexiko, Sydamerika och Australien. Bolaget grundades 1980 och har sitt huvudkontor i Toronto, Kanada.
2023-11-13 18:02:28

TORONTO, ONTARIO, Nov. 13, 2023 (GLOBE NEWSWIRE) -- („Amaroq Minerals“ eða „félagið“)

Amaroq tilkynnir um aukna áherslu á sjálfbærni með samstarfi sínu við ERM

TORONTO, ONTARIO – 13. nóvember 2023 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ Iceland: AMRQ), auðlindafélag með víðtækari rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi en nokkurt annað fyrirtæki, stefnir nú að enn meiri áherslu á sjálfbærni í viðleitni sinni til að festa arfleifð félagsins á Grænlandi í sessi.

Félagið hefur ráðið ERM International Group Limited („ERM“), stærsta ráðgjafarfyrirtæki heims sem starfar eingöngu á sviði sjálfbærni, til að inna af hendi stefnumótandi endurskoðun á sjálfbærnistefnu og -frammistöðu félagsins.

ERM vinnur með skjólstæðingum sínum að því að innleiða sjálfbærni í reksturinn á þeim hraða og í þeim mæli sem við á hverju sinni, og gerir það með einstöku samblandi af stefnubreytingum og tæknigetu. Alþjóðlegt sérfræðingateymi ERM aðstoðar mörg af helstu fyrirtækjum og stofnunum heims við að setja sér skýr sjálfbærnimarkmið, mæla árangur og hrinda stefnum í framkvæmd með ítarlegri innleiðingu og rekstrarbreytingum.

Fyrir starfinu fer Joan Plant, sem var nýlega skipuð Executive Vice President og er því komin í hóp yfirstjórnenda félagsins.

Joan Plant, Amaroq Executive Vice President, sagði:

„Sjálfbærni er þungamiðjan í fyrirætlun Amaroq um að skapa sér arfleifð á Grænlandi. Við erum spennt fyrir því að starfa með ERM að stefnumótandi endurskoðun á sjálfbærninálgun okkar og við hlökkum til að vinna með þeim að orkuskiptum og stuðningi við sjálfbæra þróun á Grænlandi“.

Fyrirspurnir:

Amaroq Minerals Ltd. 
Eldur Ólafsson, forstjóri
eo@amaroqminerals.com 

Eddie Wyvill, viðskiptaþróun
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com

Stifel Nicolaus Europe Limited (tilnefnt sem ráðgjafarfyrirtæki og sameiginlegur verðbréfamiðlari)
Callum Stewart
Varun Talwar
Simon Mensley
Ashton Clanfield
+44 (0) 20 7710 7600 

Panmure Gordon (UK) Limited (sameiginlegur verðbréfamiðlari)
John Prior
Hugh Rich
Dougie Mcleod
+44 (0) 20 7886 2500

Camarco (fjármálaupplýsingagjöf)
Billy Clegg
Elfie Kent
Charlie Dingwall
+44 (0) 20 3757 4980 

Til að fá fréttir af félaginu:
Fylgist með @Amaroq_minerals á X (áður Twitter)
Fylgið Amaroq Minerals Inc. á LinkedIn

Frekari upplýsingar: 

Um Amaroq Minerals 

Helstu viðskiptamarkmið Amaroq Minerals eru að finna, rannsaka og þróa námur með gulli og öðrum verðmætum málmum á Grænlandi. Helsta eign félagsins er 100% eignarhlutur í Nalunaq-verkefninu, námugreftri á rannsóknarstigi sem er vel á veg kominn og með vinnsluleyfi sem tekur meðal annars til Nalunaq-gullnámunnar þar sem gröftur var stundaður áður. Félagið er stærsti leyfishafinn til að vinna gull og aðra verðmæta málma úr jörðu á Grænlandi, meðal annars úr gullbeltunum tveimur sem vitað er um á svæðinu. Amaroq Minerals er stofnsett samkvæmt kanadískum fyrirtækjalögum og er eini eigandi Nalunaq A/S, sem er stofnsett samkvæmt grænlenskum lögum um hlutafélög.

Hvorki TSX Venture Exchange né eftirlitsaðili kauphallarinnar (samkvæmt skilgreiningu í reglum TSX Venture Exchange) ábyrgist að upplýsingarnar í þessari tilkynningu séu fullnægjandi eða réttar.

Innherjaupplýsingar

Í þessari tilkynningu eru engar innherjaupplýsingar.