07:01:05 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2024-06-14 Årsstämma 2024
2023-06-15 Årsstämma 2023
2022-06-16 Årsstämma 2022
2021-11-24 Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-08-27 Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-06-09 Årsstämma 2021
2021-05-27 Kvartalsrapport 2021-Q1
2020-03-31 Bokslutskommuniké 2019

Beskrivning

LandKanada
ListaMid Cap Iceland
SektorRåvaror
IndustriGruvdrift & metaller
Amaroq Minerals är ett kanadensiskt gruvföretag som engagerar sig i förvärv, produktion, utforskning och utveckling av mineraltillgångar. Företagets fokus ligger på fyndigheter av guld, silver och koppar i Nordamerika, Mexiko, Sydamerika och Australien. Bolaget grundades 1980 och har sitt huvudkontor i Toronto, Kanada.
2023-10-11 08:00:00

TORONTO, ONTARIO, Oct. 11, 2023 (GLOBE NEWSWIRE) -- („Amaroq,“ „félagið“ eða „fyrirtækið“)

Niðurstöður tilraunaborana sumarsins skila hæsta gullmagni/gullstyrk úr Nalunaq í sögu Amaroq

***Gullstyrkur upp á 182g/t Au yfir 0,69 metra mældist í sýnatöku úr meginæð Nalunaq, sem stækkar fyrsta vinnslusvæðið í efsta hluta námunnar í fjalllendinu (e. Mountain Block) þar sem fyrirhugað er að hefja námustarfsemi árið 2024***

***Uppgötvun á nýrri gullæð sem er 75 metra fyrir ofan meginæðina, þar sem gullstyrkur mælist hærri en nokkru sinni áður, eða 256 g/t Au, sem eykur til muna mögulegt vinnslusvæði í Nalunaq***

TORONTO, ONTARIO – 11. október 2023 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ Iceland: AMRQ), auðlindafélag sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á stóru landsvæði á Suður-Grænlandi, kynnir með ánægju niðurstöður úr tilraunaborunum árið 2023 í Nalunaq.

Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, sagði:

„Þetta er hæsti gullstyrkur sem hefur fengist úr borunum í Nalunaq frá stofnun Amaroq Minerals árið 2017. Þessar niðurstöður auka þróunarmöguleika okkar til muna og staðfesta að gullsvæðið nær lengra og er víðfeðmara en áður var talið og núverandi áætlanir okkar um námugröft miðast við.

Borunaráætlunin á Mountain Block svæðinu í ár, þar sem boranir fara fram á tveimur stöðum í mikilli hæð, er til marks um skilvirkt samstarf milli tæknifólks Amaroq og verktaka á vegum fyrirtækisins, sem gerir okkur kleift að ná metnaðarfullum markmiðum okkar innan tímarammans sem við settum okkur fyrir tímabilið.

Þetta færir okkur enn nær innra markmiði okkar um að auka umsvif í nýtingu jarðefna við Nalunaq upp í 1 milljón troyesúnsa og jafnvel meira.

James Gilbertson, framkvæmdastjóri rannsókna hjá Amaroq, sagði:

„Könnunarstarf í Nalunaq í ár var með sérstakri áherslu á Mountain Block svæðið þar sem fyrirhugað er að hefja námustarfsemi árið 2024. Nú beinum við kröftum okkar að því að þróa frekari námustarfsemi í Nalunaq með jarðvegskönnun og fyrirhuguðum borunum á vænlegum stöðum á Target Block svæðinu.

Niðurstöðurnar hafa auk þess sýnt fram á mögulegan massa málmgrýtis í slútvegginum, í „75-æðinni“ svokallaðri, sem eykur enn möguleika á arðsemi og vinnslumöguleikum í Nalunaq.

Finna má frekari upplýsingar um niðurstöður frá Nalunaq með því að smella á eftirfarandi tengil: https://www.amaroqminerals.com/investors/presentations/

Yfirlit

  • Hæsti gullstyrkur í sýnatöku fyrirtækisins í meginæðinni frá upphafi. 182 g/t Au yfir 0,69 metra í rannsóknum á framlengingu Mountain Block svæðisins.
  • Borun á sex borholum lokið, alls 1.731,43 m af tveimur pöllum í fjöllunum.
  • Allar sex borholurnar fóru í gegnum meginæðina eins og spáð hafði verið, og fjórar staðfestu verulega framlengingu á hágæðajarðefnum á Mountain Block svæðinu, sem verður meginviðfangsefni námuvinnslu fyrirtækisins sem fyrirhugað er að hefjist árið 2024.
  • Niðurstöðurnar veita ómetanlegar upplýsingar um eðli og samfellu meginæðarinnar sem skipta sköpum fyrir hönnun og skipulagningu námugraftar.
  • Rannsóknir sumarsins sýndu fram á nýja æð í berginu fyrir ofan meginæðina með gullmagni upp á 256 g/t Au yfir 0,5 metra. Æðin hefur verið nefnd „75-æðin“ og virðist hún svipað þykk og meginæðin, sem eykur möguleikana á að hægt sé að vinna hana með sömu innviðum og núverandi meginæð.
  • Amaroq væntir enn fremur niðurstaðna úr tveimur öðrum sýnatökum úr 75-æðinni sem rannsóknarstofan er að greina um þessar mundir.
  • Nýjar drónamyndir í háskerpu gefa mikilvæg ný gögn um uppbyggingu meginæðarinnar og 75 æðarinnar sem munu gagnast fyrir frekari boranir á árinu 2024
  • Frekari jarðvegskannanir eru fyrirhugaðar á fjórða ársfjórðungi 2023 með það fyrir augum að greina nýtt hágæðanámavinnslusvæði í Target Block sem er staðsett við hlið Mountain Block svæðisins.
  • Niðurstöður borana staðfesta enn frekar gildi Dolerite Dyke-berggangamódelsins til að afmarka betur þau svæði þar sem gullmagnið er mest.

Fyrirspurnir:

Amaroq Minerals Ltd.
Eldur Ólafsson, forstjóri
eo@amaroqminerals.com

Eddie Wyvill, viðskiptaþróun
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com

Stifel Nicolaus Europe Limited (tilnefnt sem ráðgjafarfyrirtæki og verðbréfamiðlari)

Callum Stewart
Varun Talwar
Simon Mensley
Ashton Clanfield
+44 (0) 20 7710 7600

Panmure Gordon (UK) Limited (sameiginlegur verðbréfamiðlari)

John Prior
Hugh Rich
Dougie Mcleod
+44 (0) 20 7886 2500

Camarco (fjármálaupplýsingagjöf)

Billy Clegg
Elfie Kent
Charlie Dingwall
+44 (0) 20 3757 4980

Fyrir fréttir af fyrirtækinu:

Fylgist með @Amaroq_Minerals á X (áður Twitter)

Fylgist með Amaroq Minerals Ltd. á LinkedIn

Frekari upplýsingar:

Um Amaroq Minerals

Helstu viðskiptamarkmið Amaroq Minerals eru að finna, rannsaka og þróa námur með gulli og öðrum verðmætum málmum á Grænlandi. Helsta eign fyrirtækisins er 100% eignarhlutur í Nalunaq-verkefninu, námugreftri á rannsóknarstigi sem er vel á veg kominn og með vinnsluleyfi sem tekur meðal annars til Nalunaq-gullnámunnar þar sem gröftur var stundaður áður. Fyrirtækið er með leyfi til að vinna gull og aðra verðmæta málma úr jörðu á Suður-Grænlandi, meðal annars úr gullbeltunum tveimur sem vitað er um á svæðinu. Amaroq Minerals er stofnsett samkvæmt kanadískum fyrirtækjalögum og er eini eigandi Nalunaq A/S, sem er stofnsett samkvæmt grænlenskum lögum um hlutafélög.

Upplýsingar um framtíðarhorfur

Í þessari fréttatilkynningu eru upplýsingar um framtíðarhorfur, í skilningi þar að lútandi verðbréfalöggjafar, sem endurspegla núverandi væntingar félagsins um væntanlega atburði og framtíðarvöxt reksturs félagsins. Í þessari fréttatilkynningu eru upplýsingar um framtíðarhorfur byggðar á ýmsum forsendum og háðar ýmsum áhættu- og óvissuþáttum, sem margir hverjir eru ekki á valdi fyrirtækisins og gætu valdið því að raunverulegar niðurstöður og atburðir séu verulega frábrugðin þeim sem koma fram, eða eru gefin í skyn, í slíkum upplýsingum um framtíðarhorfur. Slíkir áhættu- og óvissuþættir geta meðal annars verið þættirnir sem tilgreindir eru í liðnum „Áhættuþættir“ í útboðslýsingu fyrirtækisins á www.sedar.com. Upplýsingar um framtíðarhorfur í þessari fréttatilkynningu byggjast eingöngu á upplýsingum sem eru fyrirtækinu tiltækar og aðeins miðað við þá dagsetningu sem um ræðir. Nema annars sé krafist samkvæmt gildandi verðbréfalögum ber fyrirtækinu engin skylda til að uppfæra eða endurskoða upplýsingar um framtíðarhorfur í samræmi við nýjar aðstæður eða atburði. Engin eftirlitsstofnun með verðbréfaviðskiptum hefur samþykkt eða mótmælt efni þessarar fréttatilkynningar. Hvorki TSX Venture Exchange né eftirlitsaðili kauphallarinnar (samkvæmt skilgreiningu í reglum TSX Venture Exchange) ábyrgist að upplýsingarnar í þessari tilkynningu séu fullnægjandi eða réttar.

Innherjaupplýsingar

Þessi tilkynning inniheldur innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. bresku útgáfu reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðsmisnotkun („UK MAR“) og er hluti af breskum landslögum samkvæmt ákvæðum laganna um úrsögn úr Evrópusambandinu frá 2018 og reglugerð (ESB) nr. 596/2014 um markaðsmisnotkun („EU MAR“).

Yfirlýsing hæfs aðila

Áætlun um auðlindir í jarðvegi gerði dr. Lucy Roberts, MAusIMM(CP), aðaljarðfræðiráðgjafi við SRK Consulting (UK) Limited., sem er óháður hæfur aðili samkvæmt kröfum „National Instrument 43-101 („NI 43-101“)“. Dr. Roberts hefur samþykkt þá upplýsingagjöf sem hér er að finna.

Tæknilegu upplýsingarnar í þessari fréttatilkynningu voru samþykktar af James Gilbertson CGeol, sem er framkvæmdastjóri rannsókna hjá Amaroq Minerals og jarðfræðingur við Geological Society of London, og telst sem slíkur vera hæfur aðili í skilningi NI 43-101.

Orðalisti

AuGull
g/tgrömm í hverju tonni
kozþúsund troyesúnsur
mozmilljón troyesúnsur
ktþúsund tonn
mtmilljón tonn
ozTroyesúnsur
UTMalþverstæð Merkatorvörpun