18:28:04 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2025-02-27 Bokslutskommuniké 2024
2024-11-21 Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-08-29 Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-05-23 Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-21 Årsstämma 2024
2024-02-22 Bokslutskommuniké 2023
2023-11-16 Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-24 Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-17 Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-23 Årsstämma 2023
2023-02-23 Bokslutskommuniké 2022
2021-02-25 Bokslutskommuniké 2020
2020-11-19 Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-20 Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-20 Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-05-05 Ordinarie utdelning BRIM 0.00 ISK
2020-03-31 Årsstämma 2020
2020-02-27 Bokslutskommuniké 2019
2019-05-10 Ordinarie utdelning BRIM 0.00 ISK
2019-02-27 Bokslutskommuniké 2018
2018-11-28 Kvartalsrapport 2017-Q3
2018-08-29 Kvartalsrapport 2017-Q2
2016-04-01 Ordinarie utdelning BRIM 1.70 ISK
2011-04-29 Årsstämma 2011

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorHandel & varor
IndustriDagligvaror
Brim erbjuder ett brett utbud av fisk och skaldjur. Idag är bolaget verksamma inom hela värdekedjan, från fångst, bearbetning till slutlig distribution. Råvarorna säljs under eget varumärke på global nivå, både som färsk och fryst vara och inkluderar huvudsakligen torsk, kolja, sill och fiskrom. Störst marknad återfinns inom Europa, Asien och Nordamerika.
2023-06-15 13:36:29

Brim semur um 33 milljarða króna sjálfbærnitengt sambankalán

Brim hf. hefur undirritað samning um 33 milljarða króna sambankalán til að endurfjármagna eldra lán. Lánveitendur eru þrír alþjóðabankar; alþjóðlegi matvæla- og landbúnaðarbankinn Rabobank, norræni Nordea bankinn og norski DNB bankinn. Lánið er til fimm ára með 25 ára afborgunarferli. Í lánaskilmálum eru hvatar til aukinnar sjálfbærni þar sem skilgreindir eru árangursvísar á sviði umhverfis- og samfélagsmála og í samræmi við stefnu og markmið Brims, en félagið hefur birt slíkar upplýsingar samkvæmt GRI staðlinum frá 2017. Árangursvísarnir taka m.a. til losunar gróðurhúsalofttegunda tengt veiðum og er Brim frumkvöðull í slíkri upplýsingagjöf á heimsvísu. Rabobanki er umsjónaraðili sjálfbærniþátta lánsins. Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu.

Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri Brims hf:

"Við hjá Brimi erum ánægð með nýja sambankalánið sem er að okkar mati á góðum kjörum. Lánveitendurnir eru viðurkenndar alþjóðlegar fjármálastofnanir með mikla reynslu af viðskiptum við evrópska matvælaframleiðendur. Lánið staðfestir tiltrú alþjóðafjármálamarkaðarins á fjárhagsstyrk Brims, sjálfbærum veiðum og vinnslu okkar á hágæða sjávarafurðum. Við erum sérstaklega ánægð með hvatana til aukinnar sjálfbærni sem felast í lánaskilmálunum en þeir styðja við markmið okkar um aukna verðmætasköpun, lækkun kolefnisspors og aukið öryggi í framleiðslu og dreifingu afurða félagsins um allan heim."

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf:

"Ég er mjög sáttur því lánaskilmálar undirstrika traustan efnahag Brims og góðan rekstur. Þessi 33 milljarða fjármögnun gerir okkur kleift að endurskipuleggja fjárhaginn og undirbúa tæknivædda framtíð. Við getum nýtt aukinn fjárhagsstyrk til að hraða okkar stefnumálum sem eru að bæta nýtingu veiðiheimilda, auka sjálfbærni, efla markaðs- og sölustarf og auka verðmætasköpun og arðsemi."

Rabobank og Nordea eru með jafnstóran hlut í láninu en DNB er með lægri hlutdeild. Íslandsbanki er umsjónar- og veðgæsluaðili lánsins. Þessi þrír alþjóðabankar eru leiðandi bankar í þjónustu við sjávarútveg í Evrópu og um heim allan. Allir bankarnir hafa mótað skýra sýn til að ná markmiðum á sviði sjálfbærrar þróunar.

Reykjavík 15. júní, 2023