Bifogade filer
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Handel & varor |
Industri | Dagligvaror |
Brim hf., hefur birt lýsingu dagsetta 24. maí 2022. Lýsingin samanstendur af tveimur aðskildum skjölum, útgefandalýsingu og verðbréfalýsingu, og er birt í tengslum við umsókn útgefanda um að skuldabréf í flokknum Brim 221026 GB verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Lýsingin hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Skuldabréfaflokkurinn verður tekinn til viðskipta 27. maí 2022.
Skuldabréfin eru óverðtryggð til fimm ára, með lokagjalddaga þann 22. október 2026 og falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við bláan og grænan lit. Með útgáfu þeirra fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni, en félagið hefur á undanförnum árum fjárfest markvisst í slíkum verkefnum með það að markmiði að draga úr áhrifum starfsemi sinnar á umhverfið. Skuldabréfin eru þau fyrstu sinnar tegundar hérlendis sem falla undir bæði bláan og grænan fjármögnunaramma.
Íslandsbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá lýsinguna staðfesta hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og töku skuldabréfaflokksins til viðskipta.
Lýsingin er hér meðfylgjandi og má einnig finna á heimasíðu útgefanda, https://www.brim.is/is/fjarfestar/fjarhagsupplysingar. Lýsinguna má jafnframt nálgast á skrifstofu félagsins Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Inga Jóna Friðgeirsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 858-1170 eða í tölvupósti fjarfestatengsl@brim.is