Onsdag 8 Januari | 04:05:23 Europe / Stockholm

Kalender

Tid*
2025-02-27 N/A Bokslutskommuniké 2024
2024-11-21 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-08-29 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-05-23 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-21 - Årsstämma
2024-02-22 - Bokslutskommuniké 2023
2023-11-16 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-24 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-17 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-23 - Årsstämma
2023-02-23 - Bokslutskommuniké 2022
2021-02-25 - Bokslutskommuniké 2020
2020-11-19 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-20 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-20 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-05-05 - X-dag ordinarie utdelning BRIM 0.00 ISK
2020-03-31 - Årsstämma
2020-02-27 - Bokslutskommuniké 2019
2019-05-10 - X-dag ordinarie utdelning BRIM 0.00 ISK
2019-02-27 - Bokslutskommuniké 2018
2018-11-28 - Kvartalsrapport 2017-Q3
2018-08-29 - Kvartalsrapport 2017-Q2
2016-04-01 - X-dag ordinarie utdelning BRIM 1.70 ISK
2011-04-29 - Årsstämma

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorHandel & varor
IndustriDagligvaror
Brim erbjuder ett brett utbud av fisk och skaldjur. Idag är bolaget verksamma inom hela värdekedjan, från fångst, bearbetning till slutlig distribution. Råvarorna säljs under eget varumärke på global nivå, både som färsk och fryst vara och inkluderar huvudsakligen torsk, kolja, sill och fiskrom. Störst marknad återfinns inom Europa, Asien och Nordamerika.
2024-08-29 17:39:56

 

Starfsemin á 2F2024

Afli bolfiskskipa félagsins var á tímabilinu 12.100 tonn en var 10.500 tonn á sama tímabili árið áður. Aukning var í veiðum á ýsu og gulllaxi samanborið við árið á undan, ufsaveiði var dræm líkt og á fyrra ári og ekki var úthlutað heimildum í djúpkarfa en árið 2023 veiddu skip félagins tæplega 1.000 tonn af djúpkafa á öðrum ársfjórðungi. Botnfiskafli til landvinnslu var um 6.200 tonn líkt og á sama tímabili á fyrra ári.

Verð á ferskum landunnum bolfiskafurðum var gott og sambærilegt við árið á undan. Verð á sjófrystum afurðum var nokkru lægra samanborið við sama tímabil seinasta ár.
Breytingar urðu á skipastól félagsins í júní þegar nýtt frystiskip kom inn í rekstur félagsins og hélt Þerney RE-1 í sína fyrstu veiðiferð fyrir Brim hf þann 21. júní sl. Í ágúst var svo lokið við sölu á frystiskipinu Örfirisey RE-4.

Rekstur uppsjávarsviðs markaðist af því að engin loðnuvertíð var á fyrsta ársfjórðungi. Kolmunnaveiði hófust að nýju í byrjun apríl og var seinasta löndunin 7. maí, veiðar gengu vel og var aflinn um 30 þúsund tonn, sem unninn var í verksmiðjum félagsins á Vopnafirði og Akranesi. Í lok júní héldu uppsjávarskipin til makrílveiða og komu fyrstu farmarnir á land í byrjun júlí.

Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 2F 2024

  • Vörusala var 79,7 m€ á fjórðungnum samanborið við 108,8 m€ á öðrum fjórðungi 2023
  • Hagnaður var 1,0 m€ á fjórðungnum samanborið við 10,4 m€ á öðrum fjórðungi 2023
  • EBITDA var 9,0 m€ og EBITDA hlutfall 11,3%
  • Eignir hafa hækkað um 26 m€ frá áramótum og voru 975,7 m€ í lok tímabilsins
  • Eigið fé þann 30. júní 2024 var 451,0 m€ og eignfjárhlutfall 46,2%

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri:

„Uppgjörið núna er dæmigert fyrir uppgjör á loðnuleysisári. Engin loðna veiddist á árinu og það tekur í hjá okkur því hún vegur þungt í okkar rekstri. Við veiddum meira af botnfiski á  öðrum hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra og tekjur af sölu hans jukust dálítið. Á móti komu verulegar kostnaðarhækkanir, bæði á aðföngum, launum, veiðigjöldum og kostnaði vegna brennslu á olíu í staðinn fyrir notkun á rafmagni. Og til viðbótar voru veiðiheimildar í mikilvægum fisktegundum fyrir okkur í Brimi skornar niður. Þegar allt þetta kemur saman er afkoman á fyrri hluta ársins ekki góð. Við sem höfum starfað í sjávarútvegir í áratugi vitum að það skiptast á skin og skúrir en rekstur og efnahagsreikningur Brims er traustur og það verður að haga seglum eftir vindi.“

Rekstur

Seldar vörur námu á 1H 2024 174 m€ samanborið við 222 m€ árið áður. Lækkun vörusölu má rekja til þess að engin loðnuvertíð var á árinu 2024.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 21,0 m€ eða 12,1% af rekstrartekjum, en var 45,3 m€ eða 20,4% árið áður.

Fjármagnsgjöld umfram fjáreignatekjur námu 8,4 m€ á fyrri árshelmingi 2024 en voru 6,3 m€ á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður fyrir tekjuskatt á fyrri árshelmingi nam 6,4 m€, samanborið við 35,6 m€ á fyrri árshelmingi 2023. Tekjuskattur fyrir sama tímabil nam 0,9 m€, en var 6,3 m€ árið áður. Hagnaður tímabilsins varð því 5,5 m€ en var 29,3 m€ árið áður.

Efnahagur
Heildareignir félagsins námu 976 m€ í lok 2F 2024. Þar af voru fastafjármunir 830 m€ og veltufjármunir 145 m€. Hækkun á fastafjármunum skýrist vegna kaupa á frystitogaranum Þerney RE-1. Kaupin voru fjármögnuð með láni til eins árs. Fjárhagsstaða félagins er áfram sterk og nam eigið fé 451 m€ og var eiginfjárhlutfall 46,2%, en var 49,8% í lok árs 2023. Heildarskuldir félagsins voru 525 m€ í lok fjórðungsins og hækkuðu um 48 m€ frá áramótum.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 24 m€ á fyrri helmingi ársins, en var 16 m€ á fyrri helmingi ársins 2023. Fjárfestingar-hreyfingar voru neikvæðar um 55 m€ og fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um tæpar 24 m€. Handbært fé lækkaði því um 8 m€ og var rúmar 26 m€ í lok tímabilsins.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrra árshelmings árins 2024 (1 evra = 149,47 ísk) voru tekjur 26,0 ma. króna, EBITDA 3,1 ma. og hagnaður 0,8 ma. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2024 (1 evra = 148,9 ísk) voru eignir samtals 145 milljarðar króna, skuldir 78 milljarðar og eigið fé 67 milljarðar.

Hluthafar
Lokaverð hlutabréfa 30. júní 2024 var 70,6 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 136 milljarðar króna. Fjöldi hluthafa var 1.774.

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Brims hf. 29. ágúst 2024. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards).

Kynningarfundur þann 29. ágúst 2024

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1. Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjör fjórðungsins og svarar spurningum. Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með honum á www.brim.is/streymi. Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur á netfangið fjarfestatengsl@brim.is. Aðsendum spurningum verður svarað í lok fundar.

Brim hf.

Brim er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í sátt við samfélagið og umhverfið. Við stuðlum að verðmætasköpun í sjávarútvegi með vöruþróun, tæknilausnum og öflugu starfsfólki. Við tryggjum með ábyrgum veiðum og vinnslu, þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun, að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Við leitum allra leiða til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið hvort sem er á sjó eða í landi.

Fjárhagsdagatal

Þriðji ársfjórðungur                 21. nóvember 2024
Fjórði ársfjórðungur                27. febrúar 2025

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson forstjóri, sími 550-1000.