Onsdag 8 Januari | 04:24:30 Europe / Stockholm

Kalender

Tid*
2025-02-27 N/A Bokslutskommuniké 2024
2024-11-21 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-08-29 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-05-23 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-21 - Årsstämma
2024-02-22 - Bokslutskommuniké 2023
2023-11-16 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-24 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-17 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-23 - Årsstämma
2023-02-23 - Bokslutskommuniké 2022
2021-02-25 - Bokslutskommuniké 2020
2020-11-19 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-20 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-20 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-05-05 - X-dag ordinarie utdelning BRIM 0.00 ISK
2020-03-31 - Årsstämma
2020-02-27 - Bokslutskommuniké 2019
2019-05-10 - X-dag ordinarie utdelning BRIM 0.00 ISK
2019-02-27 - Bokslutskommuniké 2018
2018-11-28 - Kvartalsrapport 2017-Q3
2018-08-29 - Kvartalsrapport 2017-Q2
2016-04-01 - X-dag ordinarie utdelning BRIM 1.70 ISK
2011-04-29 - Årsstämma

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorHandel & varor
IndustriDagligvaror
Brim erbjuder ett brett utbud av fisk och skaldjur. Idag är bolaget verksamma inom hela värdekedjan, från fångst, bearbetning till slutlig distribution. Råvarorna säljs under eget varumärke på global nivå, både som färsk och fryst vara och inkluderar huvudsakligen torsk, kolja, sill och fiskrom. Störst marknad återfinns inom Europa, Asien och Nordamerika.
2022-11-17 16:58:26

Rekstur á þriðja ársfjórðungi

  • Tekjur Brims af vörusölu voru 116 milljónir evra á fjórðungnum en var 92 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Auknar sölutekjur skýrast af sölu uppsjávarafurða og aukinni veltu sölufélaga.
  • EBITDA hagnaður fjórðungsins var 34 milljónir evra og jókst hann um 8,4 milljónir evra frá sama tíma fyrra ári. Meginástæða aukins hagnaðar er betri afkoma uppsjávarsviðs.
  • Hagnaður fjórðungsins var 23,2 milljónir evra og hækkar um 3,3 m€ milli ára, í hagnaði á þriðja fjórðungi fyrra árs var söluhagnaður skips uppá 3,0 m€.
  • Botnfiskaflinn var 11.300 tonn á tímabilinu á móti 13.200 tonnum á fyrra ári, helsta breytingin er minni þorskafli.
  • Uppsjávarskip félagsins veiddu 29.300 tonn af makríl og síld á tímabilinu á móti 21.300 tonnum á fyrra ári.
  • Efnahagur félagsins er sterkur, heildareignir 876 milljónir evra og eiginfjárhlutfall 51%.

 

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri:

„Afkoma fjórðungsins er góð og ánægjulegt að sjá hvað rekstur félagsins er orðinn stöðugur.  Þrátt fyrir óvissu í Evrópu núna vegna stríðs og mikillar hækkunar á orkuverði  hefur sala á afurðum Brims gengið vel.   Erfitt  er að spá um hvað gerist á okkar afurðamörkuðum á næstu mánuðum en það styrkir Brim að vera með sínar afurðir í mörgum heimsálfum. Sterkt og gott sölunet styrkir alla þætti starfseminnar á tímum eins og núna. Efnahagur félagsins er traustur og eiginfjárstaðan góð og þess vegna getur Brim haldið áfram að fjárfesta í mikilvægum hlekkjum virðiskeðjunnar.

Í október undirritaði Brim samkomulag um kaup á 50 prósenta hlut í dönsku alþjóðlegu sölu- og framleiðslufélagi á sjávarafurðum, Polar Seafood Denmark, og markar það upphaf á samvinnu okkar við þetta sterka félag.  Jafnframt eru þessi kaup liður í að styrkja alla hlekki í virðiskeðju Brims. “

Meginniðurstöður janúar – september færðar til íslenskra króna
Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrstu níu mánuði árins 2022 (1 evra = 140,96 ísk) voru tekjur 49,9 milljarðar króna, EBITDA 14,4 milljarðar og hagnaður 10,2 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. september 2022 (1 evra = 140,9 ísk) voru eignir samtals 123,4 milljarðar króna, skuldir 60,5 milljarðar og eigið fé 62,9 milljarðar.

Hluthafar

Lokaverð hlutabréfa 30. september 2022 var 83,25 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 160 milljarðar króna.  Fjöldi hluthafa var 1.826.

Samþykkt árshlutareiknings
Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Brims hf. 17. nóvember 2022. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards).

Kynningarfundur þann 17. nóvember 2022

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 17. nóvember klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1. Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjörið og svarar spurningum.  Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með fundinum á  www.brim.is/streymi. Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur á netfangið fjarfestatengsl@brim.is. Aðsendum spurningum verður svarað í lok fundar.

 

Brim hf.

Brim er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í sátt við samfélagið og umhverfið. Við stuðlum að verðmætasköpun í sjávarútvegi með vöruþróun, tæknilausnum og öflugu starfsfólki. Við tryggjum með ábyrgum veiðum og vinnslu, þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun, að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Við leitum allra leiða til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið hvort sem er á sjó eða í landi.

Fjárhagsdagatal
Fjórði ársfjórðungur                24. febrúar 2023

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson forstjóri, sími 550-1000.