Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf. auglýsir hér með eftir tillögum hluthafa að frambjóðendum til stjórnarkjörs sem og framboðum annarra til stjórnar vegna aðalfundar félagsins sem stendur til að halda 10. apríl 2025. Í störfum sínum skal nefndin hafa heildarhagsmuni allra hluthafa félagsins að leiðarljósi og hvetur tilnefningarnefnd því hluthafa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við nefndina.
Hlutverk tilnefningarnefndar er að vera ráðgefandi við kosningu stjórnarmanna og markmið hennar er að skapa hluthöfum forsendur fyrir upplýstri ákvörðunartöku við stjórnarkjör.
Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem tilnefningarnefnd félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á heimasíðu félagsins https://www.eik.is/hluthafar/
Tillögur hluthafa og framboð skulu send á netfangið tilnefningarnefnd@eik.is eigi síðar en 26. febrúar 2025. Nefndin ábyrgist ekki að mat verði lagt á tillögur eða framboð sem berast eftir tímamarkið.
Rökstudd tillaga nefndarinnar skal kynnt með fundarboði aðalfundar og vera aðgengileg hluthöfum á heimasíðu félagsins a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimildir einstaklinga til þess að skila inn framboðum til stjórnar minnst sjö sólarhringum fyrir aðalfund í samræmi við 3. mgr. 20. gr. samþykkta félagsins.