Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Í 48. viku 2024 keypti Eik fasteignafélag hf. 1.361.000 eigin hluti fyrir ISK 18.645.700 eins og hér segir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð | Kaupverð (kr.) | Eigin hlutir eftir viðskipti |
29.11.2024 | 10:04 | 1.361.000 | 13,70 | 18.645.700 | 10.161.000 |
1.361.000 | 18.645.700 |
Kaupin eru í samræmi við endurkaupaáætlun sem var hrint í framkvæmd 29. nóvember 2024, sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 28. nóvember 2024. Endurkaupin munu að hámarki nema samtals 300 milljónum króna að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til framangreindu viðmiði er náð, en þó aldrei lengur en til 31. janúar 2025.
Eik átti 8.800.000 eigin hluti fyrir viðskiptin en á að þeim loknum 10.161.000 eða sem nemur 0,3% af útgefnum hlutum í félaginu.
Eik hefur keypt samtals 1.361.000 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,04% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 18.645.700 kr.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og tilkynningar um viðskipti eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, og reglugerð framkvæmdastjórnar 2016/1052/EB, sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir.
Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs á netfanginu lydur@eik.is