Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Eik fasteignafélag hf. hefur gefið út nýjan skuldabréfaflokk, EIK 050734, sem er verðtryggður flokkur með lokagjalddaga 5. júlí 2034 og er hámarksstærð flokksins 10.000 milljónir króna. Félagið hefur nú lokið sölu á 5.000 milljónum króna í skuldabréfaflokknum og bera skuldabréfin 3,958% nafnvexti og var bréfið selt á pari. Endurgreiðsla skuldabréfaflokksins fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (annuity) fram til lokagjalddaga þegar allar eftirstöðvar höfuðstóls greiðast í einni greiðslu en greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á sex mánaða fresti. Flokkurinn mun deila veðsafni með þegar útgefnum skuldabréfaflokkum félagsins og verður hluti af fjárhæðinni nýttur til endurgreiðslu útistandandi skulda.
Uppgjör viðskiptanna fer fram 5. júlí næstkomandi og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Nasdaq Ísland á næstu mánuðum.
Arctica Finance hafði umsjón með viðskiptunum.
Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, á netfanginu lydur@eik.is eða í síma 820-8980.