Bifogade filer
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Eik fasteignafélag hf. hefur birt lýsingu dagsetta 3. desember 2024. Lýsingin samanstendur af tveimur aðskildum skjölum, útgefandalýsingu og verðbréfalýsingu, og er birt í tengslum við umsókn útgefanda um að skuldabréf í flokknum EIK 050734 verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland. Lýsingin hefur verið staðfest af fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.
BBA Fjeldco og Arctica Finance höfðu umsjón með því ferli að fá lýsinguna staðfesta hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og töku skuldabréfaflokksins til viðskipta. Lýsingin er hér meðfylgjandi og má einnig finna á heimasíðu útgefanda, www.eik.is/fjarfestar. Lýsinguna má jafnframt nálgast á skrifstofu félagsins í Sóltúni 26 í Reykjavík. Áætlað er að skuldabréfaflokkurinn verði tekinn til viðskipta þann 9. desember 2024.
Nafnverð útgáfu
Gefin hafa verið út skuldabréf að nafnverði kr. 8.000.000.000 en flokkurinn getur mest orðið kr. 10.000.000.000 að stærð. Öll útgefin skuldabréf í flokknum hafa verið seld. Skuldabréfin eru gefin út rafrænt hjá Nasdaq CSD á Íslandi í kr. 20.000.000 einingum. Auðkenni skuldabréfaflokksins í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. verður EIK 050734. ISIN númer bréfanna er IS0000036549.
Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, á netfanginu lydur@eik.is eða í síma 820-8980.