Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
2024-11-01 16:32:00
Eik fasteignafélag hf. hefur lokið stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 050734. Bréfið er verðtryggt jafngreiðslubréf sem ber 3,958% nafnvexti og eru greiðslur tvisvar á ári. Lokagjalddagi bréfsins er 5. júlí 2034.
Seld voru skuldabréf að nafnverði 3.000 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 4,01%. Heildarstærð flokksins verður því í kjölfar stækkunarinnar 8.000 milljónir króna en hámarksstærð flokksins er 10.000 milljónir króna.
Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 6. nóvember næstkomandi.
Arctica Finance hf. hafði umsjón með viðskiptunum.
Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, á netfanginu lydur@eik.is eða í síma 820-8980.