Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. veitti þann 11. apríl 2024 stjórn félagsins heimild til þess að kaupa eigin hluti sem nemur allt að 10% af heildarhlutafé félagsins, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur á grundvelli framangreindrar heimildar, sbr. kauphallartilkynningu félagsins þann 15. ágúst 2024, tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Eikar fasteignafélags er 3.423.863.435 hlutir og eru 8.800.000 hlutir í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunarinnar.
Endurkaupin nú munu að hámarki nema 300 milljónum króna að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til framangreindu viðmiði er náð, en þó aldrei lengur en til 31. janúar 2025. Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 1.361.284 hlutir sem jafngildir 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands í október 2024.
Arctica Finance hf. mun framkvæma endurkaupaáætlunina fyrir hönd félagsins. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 820-8980