Bifogade filer
Kurs & Likviditet
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Tjänster |
Industri | Shipping & Offshore |
Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. ákvað í dag að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins á alþjóðavísu kauprétti að allt að 1.090.620 hlutum í félaginu, sem samsvarar 0,62% af hlutafé Eimskips þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Þar af var forstjóra og meðlimum framkvæmdastjórnar veittur kaupréttur að samtals 486.180 hlutum í félaginu og voru þeir samningar undirritaðir í dag.
Með kaupréttarkerfi er sett upp langtíma hvatakerfi félagsins sem ætlað að tvinna saman hagsmuni forstjóra, framkvæmdastjóra og annarra lykilstarfsmanna félagsins og hluthafa þess, með kerfi sem leiðréttir fyrir ávöxtunarkröfu og úthlutun af eignum félagsins og gerir þannig kaupréttarhafa og hluthafa jafnsetta. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Eimskips þann 17. mars 2022 og í samræmi við starfskjarastefnu félagsins.
Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:
- Nýtingarverð kaupréttanna er 353 kr. fyrir hvern hlut, þ.e. meðalgengi hlutabréfa í félaginu síðustu 10 viðskiptadaga eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum fyrir úthlutunardag. Nýtingarverð skal leiðrétt (til lækkunar) fyrir framtíðar arðgreiðslum og samsvarandi úthlutun til hluthafa af eignum félagsins, krónu fyrir krónu. Nýtingarverð skal einnig leiðrétt (til hækkunar) með 3% ársvöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
- Ávinnsludagur er þremur (3) árum frá úthlutun.
- Nýtingartímabil hefst þegar í stað eftir lágmarks ávinnslutíma (3 ár frá úthlutun) og þá er unnt að nýta 33,33% af kaupréttum (tímabil 1), ári eftir það er unnt að nýta 33,33% (tímabil 2) og ári eftir það 33,33% (tímabil 3).
- Forstjóra, meðlimum framkvæmdastjórnar og öðrum lykilstarfsmönnum félagsins ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattar hafa verið dregnir frá, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: forstjóri 12 sinnum mánaðarlaun; aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar og lykilstarfsmenn 6 sinnum mánaðarlaun.
- Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið.
- Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur, ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar í stað (flýting ávinnslutíma).
- Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.
Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandandi kauprétta sem Eimskip hefur veitt lykilstarfsmönnum sínum 2.628.000 eða um 1,5% hlutafjár í félaginu á þeim tíma sem kerfið var samþykkt. Heildarfjöldi kauprétta sem stjórn er heimilt að úthluta eru 2.628.000 hlutir.
Heildarkostnaður félagsins, skv. reiknilíkani Black & Scholes, vegna þeirra kaupréttarsamninga sem hér er tilkynnt um er áætlaður 36,5 milljónir króna á næstu sex árum.
Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru aðilum í framkvæmdastjórn Eimskips eru í viðhengi.