Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Investeringar |
Aðalfundur Festi hf. verður haldinn miðvikudaginn 5. mars 2025 klukkan 10:00 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10 – 14, Kópavogi.
Engar breytingar hafa orðið á dagskrá og tillögum sem birtar voru með fundarboði þann 10. febrúar sl. Ekki bárust frekari tillögur frá hluthöfum að skipan nefndarmanna í tilnefningarnefnd félagsins.
Líkt og fram kom í tilkynningu 25. febrúar sl. er framboðsfrestur til stjórnar liðinn og hafa eftirtaldir gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:
- Edda Blumenstein
- Guðjón Auðunsson
- Guðjón Reynisson
- Hjörleifur Pálsson
- Kristrún Tinna Gunnarsdóttir
- Sigurlína Ingvarsdóttir
Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm einstaklingum kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.
Fundargögn og allar frekari upplýsingar varðandi aðalfundinn er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins: https://www.festi.is/vidburdir/adalfundur-festi-2025
Nánari upplýsingar veitir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi hf. (asta@festi.is).