Torsdag 31 Juli | 15:12:28 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2024-03-21 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 3.00 ISK
2024-03-20 - Årsstämma
2024-02-07 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-25 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-27 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2022-03-02 - Årsstämma
2022-02-04 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-28 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-04-28 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-22 - Årsstämma
2021-02-24 - Bokslutskommuniké 2020
2020-03-23 - Årsstämma
2019-03-22 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 0.00 ISK
2019-03-21 - Årsstämma
2019-02-27 - Bokslutskommuniké 2018
2016-03-17 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 3.00 ISK

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorFinans
IndustriInvesteringar
Festi är ett holdingbolag. Inom koncernen erbjuds ett brett utbud av konsultlösningar inom affärsutveckling. Specialistkompetens återfinns huvudsakligen inom finans och riskhantering, där kunderna består av små- och medelstora bolag runtom den isländska marknaden. Kunderna är verksamma inom ett flertal sektorer, från energi- och livsmedelsindustrin, till fastighetssektorn.
2025-07-29 19:08:43

Helstu niðurstöður 2. ársfjórðungs 2025

  • Vörusala nam 43.579 millj. kr. sem er aukning um 20,9% milli ára en hækkaði um 7,3% án áhrifa Lyfju sem kom inn í samstæðuna frá júlí 2024.
  • Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 11.008 millj. kr. sem er aukning um 28,1% á milli ára en 10,5% án áhrifa Lyfju.
  • Framlegðarstig nam 25,3% og hækkar um 1,5 p.p. frá 2F 2024 og hækkar um 0,9 p.p frá síðasta ársfjórðungi.
  • Laun og starfsmannakostnaður nam 5.585 millj. kr. og eykst um 26,6% milli ára en 5,9% án áhrifa Lyfju.
  • EBITDA nam 3.938 millj. kr. og hækkar um 35,1% milli ára en 21,6% án áhrifa Lyfju.
  • Hagnaður fjórðungsins nam 1.419 millj. kr. og hækkar um 467 millj. kr. milli ára.
  • Eigið fé nam 44.123 millj. kr. og er eiginfjárhlutfallið 37,7% í lok 2F 2025 samanborið við 37,9% í lok árs 2024. Félagið úthlutaði arði fyrir 1.401 millj. kr sem greitt var til hluthafa 9. apríl sl.
  • EBITDA spá félagsins fyrir árið 2025 var hækkuð 17. júlí um 800 millj. kr. og nemur 15.200 – 15.600 millj. kr.

 

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri:

  • Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi ársins gekk vel og var niðurstaðan umfram áætlanir.
  • Vörusala jókst í öllum vöruflokkum og var aukningin 20,9% milli ára (7,3% án áhrifa Lyfju). Afgreiðslufjöldi jókst um 10,7%, fjöldi seldra vara jókst um 8,9% og fjöldi seldra lítra jókst um 3,3%.
  • Framlegðarstig styrktist í öllum vöru- og þjónustuflokkum þvert á samstæðu og hækkar heilt yfir um 1,5 p.p. milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 11.008 millj. kr. og hækkar um 28,1% milli ára.
  • Rekstrarkostnaður fjórðungsins hækkar um 23,1% á milli ára (8,3% án áhrifa Lyfju) en stöðgildum fjölgaði um 271 milli ára – að mestu vegna innkomu Lyfju.
  • EBITDA fjórðungsins nam 3.938 millj. kr. og hækkar um 35,1% milli ára en hækkar um 21,6% án áhrifa Lyfju.
  • Hagnaður fjórðungsins nam 1.419 millj. kr. og hækkar um 49,0% á milli ára eða um 467 millj. kr.
  • Líkt og fram kom í tilkynningu félagsins þann 17. júlí sl. hefur afkomuspá félagsins verið hækkuð um 800 millj.kr. vegna betri niðurstöðu fjórðungsins og uppfærðrar spár fyrir seinni helming ársins.   EBITDA spá félagsins fyrir árið 2025 nemur nú 15.200 – 15.600 millj. kr.

  

Það sem bar hæst á öðrum ársfjórðungi:

  • Festi hóf framkvæmd endurkaupaáætlunar þann 30. júní sl. Áætlað er að kaupa að hámarki 2.500.000 eigin hluti í félaginu eða sem samsvarar 0,80% af útgefnu hlutafé, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 800 milljónir króna að kaupverði.
  • Festi undirritaði samninga við Sérverk ehf. um sölu á lóðum félagsins við Skógarsel 10 og Stóragerði 40 í Reykjavík, en samningarnir eru háðir ýmsum fyrirvörum, þar á meðal um endanlegt deiliskipulag lóðanna. Söluverð lóðanna er um 1,0 ma.kr. en bókfært verð er um 0,5 ma. kr.  Viðskiptin munu ekki koma inn í uppgjör samstæðunnar fyrr en allir fyrirvarar eru uppfylltir.  Óvissa er um hvenær það verður en væntingar eru um að hægt verði að ljúka viðskiptunum eigi síðar en á fyrsta ársfjórðungi 2026.  
  • Yrkir keypti lóðarleigu- og byggingaréttindi við Urriðaholtsstræti 3-5 í Garðabæ.  Áform eru um að þar muni rísa ný Krónuverslun ásamt skrifstofuhúsnæði á næstu árum. Kaupin eru háð ýmsum fyrirvörum, þar á meðal um endanlegt deiliskipulag lóðarinnar.
  • Yrkir festi kaup á Dalakofanum að Laugum í Reykjadal sem rekur veitingarekstur og verslun auk þess sem N1 hefur rekið eldsneytisafgreiðslu á lóðinni um árabil.  Við kaupin tók N1 við rekstri veitingastaðarins og verslunarinnar á staðnum.
  • Krónan stækkar áfram þjónustunet Snjallverslunar um land allt með opnun á pantanir fyrir heimsendingar á Egilsstöðum, Fellabæ, Seyðisfirði, Borganesi og Kjalarnesi. Með þessum viðbótum nær í dag þjónusta Snjallverslunar Krónunnar til um 87% landsmanna.
  • Krónan opnaði endurbætta og glæsilega verslun sína við Vallakór og undirbýr opnun stærðarinnar verslunar í verslunarkjarna á Fitjabraut Reykjanesbæ í lok ágúst.
  • N1 setti í loftið nýja þjónustu í gegnum N1 appið sem kallast „Stöðin mín“ og gerir viðskiptavinum kleift að velja sína N1-stöð hvar sem er á landinu og fá þar lægsta eldsneytisverðið sem N1 býður hverju sinni. Samhliða opnaði N1 fyrir þjónustuna að „dæla í appi“ þar sem hægt er að opna eldsneytisdælu á hvaða N1 stöð sem er og greiða fyrir að dælingu lokinni.  Þessar viðbætur hafa fengið frábærar viðtökur viðskiptavina.
  • Lyfja opnaði endurbætta og glæsilega verslun sína á Garðatorgi í Garðabæ og nýr vefur lyfja.is fór í loftið í lok ársfjórðungsins.  Þar er nú hægt að versla lyf og lausasölulyf í gegnum vefinn og fá sent heim líkt og í Lyfju appinu.
  • ELKO styrkir stöðu sína í gegnum aukna vefsölu þar sem nýtt útlit og aukin áhersla á aukahluti og eigin vörumerki er að skila aukinni sölu og bættri framlegð.

 

Frá forstjóra Festi - Ástu S. Fjeldsted:

„Rekstur annars ársfjórðungs gekk vel og var niðurstaðan umfram áætlanir.  Sérstaklega er ánægjulegt að sjá að öll félögin, hvert á sínum markaði, eru að auka magnsölu og bæta sínar rekstrarniðurstöður sem sýnir vel sókn þeirra milli ára. Sem fyrr næst góður árangur í lækkun kostnaðar með markvissri vöruþróun, aukinni skilvirkni og endurbættum ferlum sem viðskiptavinir jafnt sem hluthafar njóta í krafti aukinnar stærðarhagkvæmni samstæðunnar.

Verslun í gegnum stafrænar lausnir færist sífellt í aukana þvert á félögin með nýjum tækni- og greiðslulausnum en mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta þjónustu við viðskiptavini á þessu sviði á undanförnum árum.  Sterkir innviðir samstæðu Festi munu tryggja áframhaldandi þróun með frekari aukningu í skilvirkni og lækkun rekstrarkostnaðar.

Á uppgjörsfundinum þann 30. júlí munum við líkt og á síðastliðnum fundum beina kastljósinu sérstaklega að einu félagi innan samstæðu Festi. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, mun þar kynna N1 og þau spennandi verkefni sem þar eru í gangi.

Sumarið er mikilvægasti tími ársins í okkar rekstri þar sem fjöldi fólks er á ferðinni og reiðir sig á þjónustu okkar og vöruval um land allt. Víðfemt net verslana og þjónustustöðva á landsbyggðinni er mikilvægur hlekkur í starfsemi Festi, sem bæði heimafólk og sá mikli fjöldi ferðamanna sem fer um landið stólar á. Eftirspurnin er í stöðugum vexti, þvert á geira og landshluta. Við leggjum okkur fram við að mæta væntingum viðskiptavina og koma réttu vöruúrvali í hendur þeirra, hvar og hvenær sem er, á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Samkeppnin skerpir okkur alla daga og heldur okkur á tánum. Staða félagsins er sterk, markmiðin skýr og starfsfólkið með augun á boltanum,“ segir Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi.