Kurs & Likviditet
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Investeringar |
Karen Ósk Gylfadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lyfju hf. frá og með deginum í dag en samhliða því tekur hún sæti í framkvæmdastjórn Festi.
Karen Ósk er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur síðastliðin þrjú ár gegnt starfi framkvæmdastjóra vöru- og markaðssviðs og stafrænnar þróunar hjá Lyfju en þar á undan starfaði hún sem markaðsstjóri Nova hf.
Karen Ósk tekur við af Hildi Þórisdóttur, sem hefur verið starfandi framkvæmdastjóri Lyfju, samhliða fyrra starfi sínu sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs, frá ágúst 2023. Hildur tekur nú við sem mannauðsstjóri Festi. Stjórn Lyfju þakkar Hildi sérstaklega fyrir að leiða félagið af festu síðastliðið ár.
„Karen Ósk hefur starfað þvert á starfssvið Lyfju undanfarin ár og þekkir vel til starfseminnar. Hún hefur verið lykilaðili í þeirri umbreytingu sem Lyfja hefur farið í gegnum á undanförnum árum ásamt framkvæmdastjórn félagsins. Stjórn Lyfju felur henni að leiða áframhaldandi sókn á stækkandi markaði í samstarfi við öflugt starfsfólk Lyfju og Festi. Við bjóðum Karen velkomna og hlökkum til samstarfsins,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi.