Beskrivning
| Land | Island |
|---|---|
| Lista | Mid Cap Iceland |
| Sektor | Finans |
| Industri | Investeringar |
Vem äger bolaget?
All ägardata du vill ha finns i Holdings!
Festi hefur gert nýjan samning við Arion banka um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins sem skráð eru á aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Kemur samningurinn í stað eldri samnings milli sömu aðila sem greint var frá í tilkynningu 29. júní 2023. Tilgangur viðskiptavaktarinnar er að efla viðskipti með hlutabréf Festi í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.
Samkvæmt samningnum mun bankinn á hverjum viðskiptadegi leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf útgefin af Festi í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland. Skal fjárhæð hvers tilboðs varða að lágmarki 100.000 hluti í félaginu á gengi sem bankinn ákveður. Tilboðin verða lögð fram í tveimur hlutum. Annars vegar þannig að verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 90.000 hluti verður ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Hins vegar þannig að verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 10.000 hluti verður ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði ekki hærra en 1,50%. Arion banka er þó heimilt að setja fram tilboð með lægra verðbili, t.d. ef sérstakar aðstæður skapast vegna verðskrefatöflunnar.
Eigi Arion banki viðskipti innan sama viðskiptadags með hluti Festi, sem fara fram um veltubók bankans, sem nema samtals 80.000.000 kr. að markaðsvirði eða meira, falla niður framangreindar skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan dags. Ef verðbreyting á hlutabréfum félagsins innan viðskiptadags er umfram 5% er bankanum heimilt að tvöfalda framangreind verðbil og ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10% er bankanum heimilt að þrefalda þau.
Samningurinn er ótímabundinn og kemur til framkvæmda frá og með 26. janúar 2026. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi, mki@festi.is