Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Investeringar |
Þann 10. júlí 2024 fór fram uppgjör milli Festi og SID ehf. vegna kaupa Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf. Í tengslum við uppgjörið hefur stjórn Festi samþykkt að nýta heimild sína samkvæmt 5. mgr. 5. gr. í samþykktum félagsins, til að hækka hlutafé félagsins í þeim tilgangi að greiða hluta kaupverðsins í framangreindum viðskiptum með afhendingu nýrra hluta í félaginu til SID ehf. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 10.000.000 hluta og mun eftir hækkun standa í kr. 311.500.000 að nafnvirði. Hver hlutur er að fjárhæð ein króna og fylgir hverjum hlut eitt atkvæði.
Hlutafjárhækkunin verður tilkynnt til og skráð af Fyrirtækjaskrá Skattsins og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð og óskað eftir töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Nánari upplýsingar veita Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi – asta@festi.is eða Magnús Kr. Ingason, fjármálastjóri Festi – mki@festi.is.