Kurs & Likviditet
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Investeringar |
Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að frestur til að ljúka rannsókn vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. verði framlengdur um 20 virka daga frá 21. maí nk. að telja. Samkvæmt því er tímafrestur Samkeppniseftirlitsins til að ljúka rannsókninni að hámarki til 19. júní nk.
Samhliða því hafa Festi, sem kaupandi, og SID ehf., sem seljandi, undirritað samkomulag sem kveður á um að skilgreindur lokadagur samkvæmt kaupsamningi aðila sé 1. júlí 2024 í stað 15. maí 2024.
Svo sem upplýst var um í tilkynningu Festi, dags. 15. apríl 2024, eru yfirstandandi sáttaviðræður á milli Festi og Samkeppniseftirlistins um möguleg skilyrði vegna kaupanna. Verður nánar upplýst um framgang málsins og þeirra viðræðna um leið og tilefni er til.
Nánari upplýsingar veita Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi (asta@festi.is), og Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi (mki@festi.is).