Kurs & Likviditet
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Investeringar |
Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar ætluð brot Festi hf. á skilyrðum í sátt sem félagið gerði við Samkeppniseftirlitið þann 30. júlí 2018 vegna samruna við Hlekk ehf. (þá nefnt Festi hf.) og 17. og 19. samkeppnislaga nr. 44/2005. Rannsóknin nær aftur til ársins 2018.
Í 17. gr. f. samkeppnislaga segir að hafi fyrirtæki gerst brotlegt við ákvæði laganna sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt.
Festi hf. hefur óskað eftir formlegum viðræðum við Samkeppniseftirlitið um hvort unnt sé með vísan til 17. gr. f. samkeppnislaga að ljúka rannsókn eftirlitsins á ætluðum brotum fyrirtækisins með sátt.
Samkeppniseftirlitið hefur fallist á að hefja sáttaviðræður við Festi hf. og munu þær leiða til lykta hvort forsendur séu til þess að ljúka málinu með sátt.
Í sáttaviðræðum er leitað leiða til að bregðast með ásættanlegum hætti við þeim aðgerðum Festi hf. sem lýst er í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins frá 20. desember 2023. Náist niðurstaða í sáttaviðræðunum mun það fela í sér endanlegar lyktir gagnvart Festi hf. á þeirri rannsókn og málsmeðferð sem lýst er í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins. Festi hf. gerir sér grein fyrir að lyktir málsins kunna að fela í sér að félaginu verði gert að greiða sekt.
Þessi tilkynning er birt af Festi hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi athugun Samkeppniseftirlitsins sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Sölva Davíðssyni, regluverði Festi hf., í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.