Fredag 3 Januari | 01:21:43 Europe / Stockholm

Kalender

Tid*
2024-03-21 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 3.00 ISK
2024-03-20 - Årsstämma
2024-03-06 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 3.00 ISK
2024-02-07 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-25 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-27 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-03-22 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 3.00 ISK
2022-03-22 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 5.00 ISK
2022-03-02 - Årsstämma
2022-02-04 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-28 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-04-28 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-22 - Årsstämma
2021-03-22 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 3.00 ISK
2021-02-24 - Bokslutskommuniké 2020
2020-03-23 - Årsstämma
2020-03-23 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 2.00 ISK
2019-03-22 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 0.00 ISK
2019-03-21 - Årsstämma
2019-02-27 - Bokslutskommuniké 2018
2016-03-17 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 3.00 ISK

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorFinans
IndustriInvesteringar
Festi är ett holdingbolag. Inom koncernen erbjuds ett brett utbud av konsultlösningar inom affärsutveckling. Specialistkompetens återfinns huvudsakligen inom finans och riskhantering, där kunderna består av små- och medelstora bolag runtom den isländska marknaden. Kunderna är verksamma inom ett flertal sektorer, från energi- och livsmedelsindustrin, till fastighetssektorn.
2024-04-24 20:16:18

Á fundi stjórnar Festi þann 23. apríl 2024 var tekin ákvörðun um að veita lykilstjórnendum samstæðunnar kauprétti að samtals 4.725.000 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar um 1,57% af útgefnu hlutafé félagsins. Forstjóra og framkvæmdastjórum félagsins var veittur kaupréttur að samtals 1.890.000 hlutum eða 270.000 hlutum hver.

Kaupréttarsamningar vegna hinna úthlutuðu hluta voru undirritaðir í dag, 24. apríl 2024. Eru skilmálar þeirra í samræmi við samþykkt aðalfundar Festi hinn 6. mars 2024 á kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn samstæðunnar og starfskjarastefnu félagsins sem eru í viðhengi. Heildarfjöldi hluta sem heimilt er að veita kauprétt vegna á grundvelli kaupréttaráætlunarinnar er 5.500.000. Er markmið með veitingu kauprétta að tengja langtímahvatakerfi stjórnenda samstæðunnar við afkomu og langtímamarkmið félagsins og þar með langtímahagsmuni hluthafa þess.

Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:

  • Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu kr. 191,50 fyrir hvern hlut, sem er vegið meðalverð hluta félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Iceland fyrir úthlutunardag. Grunnverð hækkar árlega um 5,5%, þ.e. frá gerð kaupréttarsamnings og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil. Þá skal grunnverð einnig leiðrétt (til lækkunar) fyrir framtíðar arðgreiðslum og samsvarandi úthlutun til til hluthafa af eignum félagsins.
  • Kauprétturinn ávinnst á þremur árum frá gerð kaupréttarsamninga.      
  • Að ávinnslutímabili loknu verða kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem dreifast yfir eitt ár. Kaupréttarhafi getur nýtt þriðjung kaupréttar í kjölfar birtingar 1. ársfjórðungsuppgjörs 2027 hjá félaginu, þriðjung í kjölfar birtingar þriðja ársfjórðungsuppgörs 2027 og þriðjung í kjölfar birtingar 1. ársfjórðungsuppgörs 2028. Kaupréttarhafi getur frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils. Að því marki sem kaupréttur er ónýttur eftir þriðja nýtingartímabil fellur kauprétturinn niður.  
  • Forstjóra og framkvæmdastjórum félagsins ber að eiga fram að starfslokum hjá samstæðunni hluti sem afhentir hafa verið í kjölfar nýtingar á kauprétti sem nema andvirði hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattar hafa verið dregnir frá, og samsvara 9-földum mánaðarlaunum en aðrir stjórnendur sem samsvara 3-földum mánaðarlaunum, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu.
  • Almennt falla kaupréttir niður ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið fyrir lok ávinnslutíma.
  • Komi til starfsloka kaupréttarhafa að loknum ávinnslutíma, vegna atvika sem kaupréttarhafa verður ekki um kennt, skal hann þó halda kauprétti sínum að hlutunum og verður þá heimilt að nýta allan áunninn kauprétt í kjölfar birtingar næsta uppgjörs félagsins eftir starfslok.
  • Komi til þess að breyting verði á yfirráðum í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur, er kaupréttarhöfum heimilt að nýta allan kauprétt sinn í kjölfar birtingar næsta ársfjórðungsuppgjörs félagsins frá því yfirtökutilboð er gert eða tilboðsskylda myndast í félaginu.
  • Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.

Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta 4.725.000 hlutum, um 1,57% af útgefnu hlutafé félagsins, sem Festi hefur veitt til 39 stjórnenda samstæðunnar.

Áætlaður heildarkostnaður (gjaldfærsla) vegna kaupréttarsamninganna, byggt á Black Scholes útreikningum, er að fjárhæð um 122 milljónir króna.

Á aðalfundi Festi þann 6. mars 2024 var stjórn jafnframt veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og gera kaupréttarsamninga við allt fastráðið starfsfólk samstæðunnar um kaup á hlutum í félaginu, sbr. viðhengi. Öllu fastráðnu starfsfólki samstæðunnar hefur verið boðinn kaupréttur í félaginu í samræmi við þá samþykkt, á sama gengi og áður greinir. Tilkynnt verður um niðurstöðu þeirrar úthlutunar þegar endanleg þátttaka liggur fyrir, fyrir opnun markaða fimmtudaginn 2. maí nk.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru forstjóra og framkvæmdastjórum í tilviki beggja kaupréttaráætlana eru í viðhengi.