Lördag 26 April | 00:02:19 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2024-03-21 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 3.00 ISK
2024-03-20 - Årsstämma
2024-02-07 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-25 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-27 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2022-03-02 - Årsstämma
2022-02-04 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-28 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-04-28 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-22 - Årsstämma
2021-02-24 - Bokslutskommuniké 2020
2020-03-23 - Årsstämma
2019-03-22 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 0.00 ISK
2019-03-21 - Årsstämma
2019-02-27 - Bokslutskommuniké 2018
2016-03-17 - X-dag ordinarie utdelning FESTI 3.00 ISK

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorFinans
IndustriInvesteringar
Festi är ett holdingbolag. Inom koncernen erbjuds ett brett utbud av konsultlösningar inom affärsutveckling. Specialistkompetens återfinns huvudsakligen inom finans och riskhantering, där kunderna består av små- och medelstora bolag runtom den isländska marknaden. Kunderna är verksamma inom ett flertal sektorer, från energi- och livsmedelsindustrin, till fastighetssektorn.
2024-10-31 17:04:56

Á fundi stjórnar Festi þann 30. október 2024 var tekin ákvörðun um að veita tilteknum stjórnendum samstæðunnar kauprétti að samtals 990.000 hlutum í félaginu.

Kaupréttarsamningar vegna hinna úthlutuðu hluta voru undirritaðir í dag, 31. október 2024. Eru skilmálar þeirra í samræmi við samþykkt aðalfundar Festi hinn 6. mars 2024 á kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn samstæðunnar og starfskjarastefnu félagsins sem eru í viðhengi. Heildarfjöldi hluta sem heimilt er að veita kauprétt vegna á grundvelli kaupréttaráætlunarinnar er 5.500.000. Er markmið með veitingu kauprétta að tengja langtímahvatakerfi stjórnenda samstæðunnar við afkomu og langtímamarkmið félagsins og þar með langtímahagsmuni hluthafa þess.

Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:

  • Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu kr. 230,75 fyrir hvern hlut, sem er vegið meðalverð hluta félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Iceland fyrir úthlutunardag. Grunnverð hækkar árlega um 5,5%, þ.e. frá gerð kaupréttarsamnings og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil. Þá skal grunnverð einnig leiðrétt (til lækkunar) fyrir framtíðar arðgreiðslum og samsvarandi úthlutun til til hluthafa af eignum félagsins.
  • Kauprétturinn ávinnst á þremur árum frá gerð kaupréttarsamninga.      
  • Að ávinnslutímabili loknu verða kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem dreifast yfir eitt ár. Kaupréttarhafi getur frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils. Að því marki sem kaupréttur er ónýttur eftir þriðja nýtingartímabil fellur kauprétturinn niður.  
  • Almennt falla kaupréttir niður ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið fyrir lok ávinnslutíma.
  • Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.

Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta samkvæmt kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur samstæðunnar 5.355.000 hlutum, um 1,72% af útgefnu hlutafé félagsins, sem Festi hefur veitt til 46 stjórnenda. Er áætlaður heildarkostnaður (gjaldfærsla) vegna kaupréttarkerfisins, byggt á Black Scholes útreikningum, að fjárhæð um 127 milljónir króna sem dreifist á líftíma samninganna.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru innan framkvæmdastjórnar Festi er í viðhengi.