Fredag 9 Maj | 07:42:42 Europe / Stockholm

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorTjänster
IndustriFordon & Transport
Fly Play bedriver flygverksamhet. Bolaget erbjuder ett brett utbud av resmål runt om världens kontinenter. Störst verksamhet återfinns inom Island och Europa. Visionen är att vara en långsiktig och hållbar aktör på flygmarknaden genom att erbjuda ett brett utbud av resor. Kunderna består av både privata aktörer samt små- och medelstora företagskunder.
2025-05-07 17:26:43

PLAY flutti 128.119 farþega í apríl 2025, samanborið við 122.217 farþega í apríl 2024, sem jafngildir 5% aukningu milli ára. Þessi vöxtur endurspeglar áframhaldandi eftirspurn á kjarnamörkuðum PLAY og að breytingar á leiðakerfinu, þar sem aukin áhersla er á sólarlandaflug, er að skila árangri. 

Sætanýting í apríl 2025 var 82,6%, samanborið við 85,1% í apríl 2024. Þessi breyting skýrist að mestu ákvörðun PLAY að leggja aukna áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi til Suður-Evrópu. Slíkar leiðir eru jafnan með lægri sætanýtingu þar sem ekki er sama tengifarþegaflæði (VIA) inn á leiðirnar, en skila að jafnaði hærri tekjum. Leiðakerfið inniheldur nú fleiri beinar flugferðir til Suður-Evrópu þar sem flestir farþegar ferðast beint milli áfangastaða.

Hlutfall farþega sem ferðuðust frá Íslandi jókst í 36,9% í apríl 2025, úr 30,0% árið áður. Sama þróun sést í farþegum til Íslands, þar sem hlutfallið fór úr 27,0% í 31,8%. Hlutfall tengifarþega (VIA) lækkaði hins vegar í 31,3%, samanborið við 43,0% í apríl 2024. Þessi þróun endurspeglar breytta áherslu PLAY á að þjónusta hinn mikilvæga markað farþega til Íslands og vaxandi markað frá Íslandi.

Stundvísi PLAY var 92,7% í apríl 2025, samanborið við 89,4% í apríl 2024. Þessi niðurstaða undirstrikar áherslu félagsins á stundvísi og áreiðanleika.

Horfur fyrir sumarið 2025 eru jákvæðar, þar sem sjá má framfarir á sætanýtingu og einingatekjum, borið saman við sama tímabil í fyrra. Bókunarstaða farþega á leið til og frá Íslandi er góð og eykur PLAY enn úrvalið til sólarlandaáfangastaða með því að bjóða upp á tvo nýja áfangastaði í sumar, Antalya í Tyrklandi og Faro í Portúgal.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„Frammistaðan í apríl sýnir að nýja stefnan okkar er að skila árangri og á samstarfsfólk mitt hjá PLAY allt lof skilið fyrir að láta nýja viðskiptalíkanið okkar verða að veruleika. Við sjáum mikla eftirspurn á lykil mörkuðum og áherslan á flug til sólarlanda er vel tekið. Þó að þessar leiðir séu jafnan með aðeins lægri sætanýtingu, eru þær með hærri tekjur og aukna arðsemi. Bókunarstaðan er góð fyrir komandi mánuði og við sjáum fram á gott sumar þar sem við munum leggja okkur öll fram við að veita farþegum okkar frábæra þjónustu á góðu verði.”