Tisdag 22 Juli | 10:26:48 Europe / Stockholm

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorTjänster
IndustriFordon & Transport
Fly Play bedriver flygverksamhet. Bolaget erbjuder ett brett utbud av resmål runt om världens kontinenter. Störst verksamhet återfinns inom Island och Europa. Visionen är att vara en långsiktig och hållbar aktör på flygmarknaden genom att erbjuda ett brett utbud av resor. Kunderna består av både privata aktörer samt små- och medelstora företagskunder.
2025-07-21 19:19:16


Undirbúningur árshlutauppgjörs fyrir 2. ársfjórðung 2025 bendir til þess að afkoma verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.

Fyrirtækið gerir ráð fyrir tapi upp á um það bil 16 milljónir Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi 2025, samanborið við tap upp á 10 milljónir dala á sama tímabili í fyrra.

Frávik frá væntingum má að mestu leiti rekja til eftirfarandi þátta sem félagið hefur ekki áhrif á:

• Neikvæð gengisáhrif upp á um það bil 2,5 milljónir dala vegna styrkingar íslensku krónunnar, sem hafði aðallega áhrif á laun, afgreiðslu- og flugvallargjöld.

• Flugvél sem átti að fara til PLAY Europe í byrjun vors tafðist óvænt vegna viðhalds. Þetta leiddi til tekjutaps upp á um það bil 1,1 milljón dala.

• Atlantshafsmarkaðurinn var veikari en áætlað var, vegna minni eftirspurnar og undir frammistöðu miðað við sama tímabil í fyrra.

Félagið hefur ráðist í hagræðingaraðgerðir sem ekki hafa skilað fullum áhrifum, á meðan félagið gengur í gegnum breytingar á viðskiptalíkani sínu. Þessar breytingar fela í sér tilfallandi kostnað sem hefur áhrif á afkomu tímabilsins.

Rekstur á leiðarkerfi PLAY og sætanýting eru í takt við væntingar, og tekjur á hvert sæti (RASK) eru hærri en í fyrra. Þá líta lykiltölur í hefðbundnum flugrekstri vel út.

Nánari upplýsingar verða veittar í uppgjöri fyrir 2. ársfjórðung, sem birt verður þann 7. ágúst 2025.