Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Small Cap Iceland |
Sektor | Tjänster |
Industri | Fordon & Transport |
Undirbúningur árshlutauppgjörs fyrir 2. ársfjórðung 2025 bendir til þess að afkoma verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.
Fyrirtækið gerir ráð fyrir tapi upp á um það bil 16 milljónir Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi 2025, samanborið við tap upp á 10 milljónir dala á sama tímabili í fyrra.
Frávik frá væntingum má að mestu leiti rekja til eftirfarandi þátta sem félagið hefur ekki áhrif á:
• Neikvæð gengisáhrif upp á um það bil 2,5 milljónir dala vegna styrkingar íslensku krónunnar, sem hafði aðallega áhrif á laun, afgreiðslu- og flugvallargjöld.
• Flugvél sem átti að fara til PLAY Europe í byrjun vors tafðist óvænt vegna viðhalds. Þetta leiddi til tekjutaps upp á um það bil 1,1 milljón dala.
• Atlantshafsmarkaðurinn var veikari en áætlað var, vegna minni eftirspurnar og undir frammistöðu miðað við sama tímabil í fyrra.
Félagið hefur ráðist í hagræðingaraðgerðir sem ekki hafa skilað fullum áhrifum, á meðan félagið gengur í gegnum breytingar á viðskiptalíkani sínu. Þessar breytingar fela í sér tilfallandi kostnað sem hefur áhrif á afkomu tímabilsins.
Rekstur á leiðarkerfi PLAY og sætanýting eru í takt við væntingar, og tekjur á hvert sæti (RASK) eru hærri en í fyrra. Þá líta lykiltölur í hefðbundnum flugrekstri vel út.
Nánari upplýsingar verða veittar í uppgjöri fyrir 2. ársfjórðung, sem birt verður þann 7. ágúst 2025.