15:16:32 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorTjänster
IndustriFordon & Transport
Fly Play bedriver flygverksamhet. Bolaget erbjuder ett brett utbud av resmål runt om världens kontinenter. Störst verksamhet återfinns inom Island och Europa. Visionen är att vara en långsiktig och hållbar aktör på flygmarknaden genom att erbjuda ett brett utbud av resor. Kunderna består av både privata aktörer samt små- och medelstora företagskunder.
2024-04-08 17:33:56

Flugfélagið PLAY flutti 142.918 farþega í marsmánuði, sem er 65% aukning frá mars í fyrra þegar félagið flutti 86.661 farþega. Sætanýting PLAY í mars 2024 var 88,1% samanborið við 80,6% í mars í fyrra. Sætanýtingin í nýliðnum marsmánuði er sú hæsta yfir vetrarmánuð í sögu PLAY.

Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í mars voru 25,6% á leið frá Íslandi, 36,0% voru á leið til Íslands og 38,4% voru tengifarþegar (VIA). Hlutfall farþega sem voru á leið til Íslands og tengifarþega er skýrt merki um að eftirspurn hefur tekið við sér á ný eftir að hafa dvínað á haustmánuðum 2023 vegna ónákvæms fréttaflutnings erlendra miðla af jarðhræringum á Reykjanesskaga.

Stundvísi PLAY í mars var 94%, sem er á meðal þess besta sem fyrirfinnst í flugbransanum.

Eftirspurn eftir sólarlandaáfangastöðum PLAY var mikil í marsmánuði. Um 90% sætanýting var á Alicante, Lissabon, Barcelona og Tenerife. Mikil eftirspurn var einnig eftir borgaráfangastöðum í Evrópu. Um 90% sætanýting var á London, Berlín, París og Kaupmannahöfn og var nærri 90% sætanýting á Dublin og Amsterdam.

Tveir nýir áfangastaðir

PLAY kynnti til leiks tvo nýja áfangastaði í mars, Madeira og Marrakesh. Fyrsta flug PLAY til Marrakesh verður 17 október og verður flogið allt að tvisvar í viku á fimmtudögum og sunnudögum. Þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi er haldið úti á milli Íslands og Afríku. 

Fyrsta flugið til Madeira verður 15 október og verður flogið einu sinni í viku á þriðjudögum.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„Við vorum með ásættanlega sætanýtingu í mars þar sem páskaumferðin jafnaði út neikvæðu áhrifin sem sköpuðust vegna jarðhræringanna undir lok síðasta árs. Háannatíminn um sumarið er framundan og við erum spennt fyrir að setja ný met í rekstri PLAY. Hlutfall þeirra farþega sem fljúga með okkur til Íslands og tengifarþega sýnir það gífurlega góða starf sem hefur verið unnið til að auka vitund neytenda á erlendum mörkuðum um PLAY. Einnig ber að hrósa samstarfsfólki mínu fyrir að hafa náð 94% stundvísi á áætlunarferðum okkar í marsmánuði sem er merki um þá miklu fagmennsku sem býr í starfsliðinu.“