Onsdag 5 Februari | 04:55:43 Europe / Stockholm

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorTjänster
IndustriFordon & Transport
Fly Play bedriver flygverksamhet. Bolaget erbjuder ett brett utbud av resmål runt om världens kontinenter. Störst verksamhet återfinns inom Island och Europa. Visionen är att vara en långsiktig och hållbar aktör på flygmarknaden genom att erbjuda ett brett utbud av resor. Kunderna består av både privata aktörer samt små- och medelstora företagskunder.
2024-09-09 10:41:49

Flugfélagið PLAY flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8% aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6%, sem er met í einum mánuði hjá PLAY. Er um að ræða 2,7% aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9%.

PLAY flaug til 32 áfangastaða í ágúst en af þeim voru 22 með yfir 90% sætanýtingu. Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð.

Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA).  PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára.

Nýir áfangastaðir og jákvæð áhrif á íslenskt samfélag

PLAY hóf miðasölu til tveggja áfangastaða í ágústmánuði, annars vegar Faro í Potúgal og hins vegar Álaborg í Danmörku. Faro er fjórði áfangastaður PLAY í Portúgal en Álaborg sá þriðji í Danmörku. Þar að auki hefur PLAY tilkynnt að flugfélagið muni fjölga ferðum til Vilníus á næsta ári, úr einni ferð í viku upp í tvær ferðar á viku.

Þá var tilkynnt nýlega að PLAY er það flugfélag sem Íslendingar telja að hafi jákvæðustu áhrifin á íslenskt samfélag með rekstri sínum.. Þessi viðurkenning er niðurstaða rannsóknar sem fyrirtækið Prósent gerði með því að leggja spurningar fyrir úrtakshóp sem taldi 15.000 manns. PLAY fékk þar afbragðseinkunn upp á 73 og var á toppnum yfir íslensk flugfélög og í sjöunda sæti yfir öll fyrirtæki á landinu.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„Við erum svakalega stolt af þessari metsætanýtingu í ágúst. Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna.

Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig.

Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum.“