Bifogade filer
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Small Cap Iceland |
Sektor | Tjänster |
Industri | Fordon & Transport |
2025-04-07 16:45:10
Aðalfundur Fly Play hf. verður haldinn kl. 16:00 (GMT) 9. apríl 2025 og fer fram á Setrinu, Grand Hótel, Reykjavík.
Framboðsfrestur til stjórnar rann út þann 4. apríl sl. kl. 16:00 (GMT).
Fimm einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins. Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga og samþykktir félagsins.
Ekki bárust fleiri framboð og því er sjálfkjörið í stjórn.
Í viðhengi eru frekari upplýsingar um frambjóðendur.