Tisdag 6 Maj | 13:25:38 Europe / Stockholm

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorTjänster
IndustriFordon & Transport
Fly Play bedriver flygverksamhet. Bolaget erbjuder ett brett utbud av resmål runt om världens kontinenter. Störst verksamhet återfinns inom Island och Europa. Visionen är att vara en långsiktig och hållbar aktör på flygmarknaden genom att erbjuda ett brett utbud av resor. Kunderna består av både privata aktörer samt små- och medelstora företagskunder.
2025-04-04 18:57:10



 

Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á fylgni félagsins við 1. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 (MAR), í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins og að félagið yrði ekki rekið með jákvæðri rekstrarafkomu (EBIT) á seinni hluta árs 2022.   

Eins og fram hefur komið í ársreikningum félagsins undanfarin tvö fjárhagsár og í fjölmiðlaumfjöllun um málið, hefur félagið átt í viðræðum við fjármálaeftirlitið sem m.a. hafa snúið að því hvort drög að árshlutareikningi þriðja ársfjórðungs 2022, sem kynnt voru á stjórnarfundi félagsins 27. október 2022, hafi geymt innherjaupplýsingar og hvort birting þeirra 3. nóvember 2022 hafi því farið fram of seint. 

Play hélt því fram að félagið teldi upplýsingarnar ekki innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu. Play hefur frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum þeim gögnum sem leiddu til þessarar niðurstöðu. 

Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu. 

Frekari upplýsingar veitir:  

Birgir Olgeirsson, samskiptastjóri hjá Play 

bo@flyplay.com 

8677802