Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Handel & varor |
Industri | Detaljhandel |
Í tilkynningu Haga, dags. 1. desember 2023, var greint frá því að Olís, dótturfélag Haga, og Festi hefðu sameiginlega ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka til ráðgjafar um stefnu og framtíðarmöguleika hvað varðar eignarhluti félaganna í Olíudreifingu ehf. („Olíudreifing), Eldsneytisafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli ehf. („EAK“) og EBK ehf. („EBK“).
Í framhaldi af þeirri stefnumarkandi vinnu sem hefur átt sér stað hafa Olís og Festi komist að samkomulagi um að hefja undirbúning sölumeðferðar á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu, EAK og EBK.
Nánar verður upplýst um framgang málsins um leið og tilefni er til.
Olíudreifing er 40% í eigu Olís og 60% í eigu Festi en félögin tvö fara jafnframt hvort um sig með 33,33% hlut í EAK og 25% hlut í EBK.
Félögin eru mikilvæg innviðafélög hvað varðar birgðahald og dreifingu á eldsneyti á Íslandi. Meginstarfsemi Olíudreifingar er birgðahald og dreifing á eldsneyti um land allt en meginstarfsemi EAK og EBK er birgðahald og dreifing á flugvélaeldsneyti á Keflavíkurflugvelli.