Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Handel & varor |
Industri | Detaljhandel |
Hagar hf. og Arion banki hf. hafa gert með sér samning um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Samningi Haga hf. um viðskiptavakt við Kviku banka hf. hefur samhliða verið sagt upp.
Arion banki skuldbindur sig til að leggja fram, á hverjum viðskiptadegi Kauphallarinnar, bæði reglubundin og fyrirsjáanleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, bæði áður en aðalmarkaður opnar og á meðan viðskipti eiga sér stað.
Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 200.000 hlutir í félaginu á gengi sem Arion banki ákveður. Tilboðin skulu vera í tveimur pörtum þannig að verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 190.000 hluti („A partur“) skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 10.000 hluti („B partur“) skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði ekki hærra en 1,50%. Þó skal Arion banka vera heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð í bæði A part og B part með lægra verðbili en að framan greinir, t.d. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.
Eigi Arion banki innan sama viðskiptadags viðskipti með hluti útgefanda, sem fara í gegnum veltubók Arion banka, sem nema samtals 80.000.000 kr. að markaðsvirði eða meira falla niður framangreindar skyldur Arion banka um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting á hlutabréfum útgefanda innan sama viðskiptadags er umfram 5,0% er Arion banka heimilt að tvöfalda framangreind verðbil og ef verðbreyting á hlutabréfunum er umfram 10% er Arion banka heimilt að þrefalda þau.
Samningurinn tekur gildi 27. október 2025 og er ótímabundinn með 14 daga uppsagnafresti.
Samningur félagsins um viðskiptavakt við Fossa fjárfestingarbanka hf. helst óbreyttur.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga hf., í síma 530-5500.