Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Handel & varor |
Industri | Detaljhandel |
Þann 6. júlí 2021 var tilkynnt um úthlutun kauprétta hjá Högum til tiltekinna lykilstarfsmanna en úthlutunin byggði á skilmálum í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var að aðalfundi Haga þann 3. júní 2021.
Samkvæmt kaupréttarkerfinu er stjórn Haga heimilt að endurúthluta kaupréttum sem fallið hafa úr gildi fyrir ávinnsludag, t.d. vegna starfsloka. Á fundi stjórnar Haga þann 11. janúar 2024 var ákveðið að endurúthluta kaupréttum sem fallið hafa niður undanfarin misseri við starfslok framkvæmdastjóra Olís og fleiri lykilstarfsmanna. Heildarfjöldi hluta sem nú er endurúthlutað nemur 1.684.246 hlutum.
Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Hagar hafa veitt lykilstarfsmönnum er því óbreyttur, eða 11.806.246 hlutir sem nema um 1,0% hlutafjár í félaginu.
Meginefni kaupréttarsamningsins sem nú er gerður er með sömu skilmálum og fyrri samningar sem gerðir voru og tilkynnt var um þann 6. júlí 2021, byggt á samþykkt aðalfundar þann 3. júní, að undanskyldu nýtingarverði kaupréttarins sem nú er 78,5 kr. per hlut. Miðað er við dagslokagengi hluta í Högum hf. eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum degi fyrir úthlutunardag, þann 12. janúar 2024.
Kaupréttir sem nú eru veittir eru sem hér segir:
Nafn | Staða | Veittur kaupréttur | Áður veittur kaupréttur | Hlutafjár- eign | Hlutafjáreign fjárhagslega tengds aðila |
Ingunn Svala Leifsdóttir | Framkvæmdastjóri Olís | 562.082 | 0 | 0 | 0 |
Björgvin Víkingsson | Framkvæmdastjóri Bónus | 562.082 | 0 | 0 | 0 |
Jóhanna Þ. Jónsdóttir | Framkvæmdastjóri Banana | 562.082 | 0 | 0 | 0 |
Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is